Blik - 01.05.1957, Page 61

Blik - 01.05.1957, Page 61
B L I K 59 Frd Reykjavík til Bifrastar Það var sólbjartan og fagran morgun seint í júnímánuði, einn af þessum fágætu morgun á þessu kalda landi okkar. Við systumar og fleira fólk höfðum ákveðið að fara í sum- arfrí á einhvern fallegan stað og fannst okkur tími til kom- inn að láta verða af því. Eftir venjulegan undirbúning fómm við frá Reykjavík kl. 1.30 eftir hádegi. Þegar komið var út úr bæn- um, ókum við sem leið lá til vesturs og norðurs. Fyrst í stað gekk allt vel, en svo skeði það, sem helzt ekki má koma fyrir á skemmtiferðalögum: sumir fóru að verða bílveikir, og urð- um við öðru hverju að nema staðar og hleypa fólki út til að jafna sig og draga að sér hreint lof t; en smám saman lag- aðist þetta og þegar við nálg- uðumst Hvalfjörðinn, leið öllum vel. Hvalfjörðurinn er mjög fal- legur og mjög langur og hefur mörgum fundizt tíminn lengi að líða, sem hafa farið Hvalfjarð- arleiðina í vondu veðri og á slæmum vegum, en í þetta skipti þurfti enginn að kvarta. Sólin skein í heiði og glitaði spegilsléttan fjörðinn og var hann sem bráðið silfur á að líta. Víða meðfram fjörunni syntu æðarkollur með litlu ungana sína og voru þær að kenna þeim að synda og búa þá undir að bjarga sér á eigin spýtur. Var mjög gaman að sjá, hve þessir litlu hnoðrar vforu kvikir og fljótir að skjótast á eftir mömmu sinni. Margir og gamlir sögustaðir eru í Hvalfirðinum eins og kunnugt er, og má þar fyrst nefna Harðarhólma, þar sem Hörður Grímkelsson sat í sekt með mönnrnn sínum. Sundið milli lands og hólmans merlaði nú í skini sólar og glitraði, sem á gull sæi, en fyrir innri augu mín ber aðra sýn: konu á sundi með tvo litla drengi sína með- ferðis. Það er nótt, eftir að Hörður hafði verið svikinn og veginn, bjóst Helga kona hans við að hefndarþorsti byggðar- manna mundi nær því ekki sval- að og mundi næst verða snúið vopnum að sonum þeirra Harð- ar, og upp á líf og dauða henti hún sér í hafið og svam til lands með annan sona sinna — þann yngri — bundinn við sig, en við hinn •— þann eldri •— dugðu eggjunarorð hennar. „Við mig hafði ég Björninn bundið. Bróður hans var nóg að eggja. Brauzt ég yfir bárusundið, bjargaði lífi sona tveggja“, segir Davíð Stefánsson í hinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.