Blik - 01.05.1957, Page 66
64
B L I K
gullfallega kvæði sínu Helga
jarlsdóttir.
Um ókomnar aldir, meðan ís-
lenzkt blóð rennur í æðum og
íslenzk tunga er töluð, mun hinn
fagri hólmi, þetta sólmerlaða
sund, bera fagurt vitni um þol-
gæði og fórnarlund hinnar ís-
lenzku móður og standa, sem
einhver hinn óbrotgjarnasti
minnisvarði um hina heiðnu
konu, sem hikaði ekki við að
hætta lífinu fyrir börnin sín.
Áfram var haldið, var numið
staðar við Ferstiklu. Þar and-
aðist sálmaskáldið góða, Hall-
grímur Pétursson, í fátækt og
haldinn einhverjum þeim ægi-
lagasta sjúkdómi, sem um getur
— holdsveikinni. —
„Inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð
hver er það, sem stynur þar á beð?
Maðkur og ei maður sýnist sá,
sár og kaun og benjar holdið þjá,
blinda hvarma baða sollin tár,
berst og þýtur yfir höfði skjár.“
segir Matthías Jochumsson.
Svona dó þessi maður í eymd
og fátækt. Hann, sem um ó-
komnar aldir veitti svo mörg-
um huggun og harmabót með
hinum trúarþrungnu sálmum
sínum. Á Ferstiklu er greiða-
sala og var svo mikið að gera,
að við þurftum sjálf að ganga
um beina. Er við höfðum feng-
ið okkur hressingu, var haldið
áfram sem leið lá. Brátt komum
við að Saurbæ, þar sem Hall-
grímur Pétursson var prestur.
Síðan tók við Melasveit. Þar
undir Hafnarfjalli er Hafnar-
skógur og þar er skemmtistað-
ur í mjög fögru umhverfi, sem
heitir Ölver. Margt mjög fagurt
sáum við á leið okkar, sem of
langt yrði að telja upp. Á vinstri
hönd er Bændaskólinn á Hvann-
eyri; er mjög staðarlegt að líta
þangað heim. Á einum stað bar
fallega sjón fyrir augu: lága
hæð alvaxna birkikjarri og inn
á milli runnanna glitti í lítinn
hvítmálaðan sumarbústað með
rauðu þaki.
Nú vorum við komin í Norð-
urárdalinn. Eftir honum lið-
ast silfurtær Norðuráin með
sporðaköstum hinna straum-
sæknu laxa. I henni eru fagrir
fossar: Glanni og Laxfoss. Þar
una veiðimennirnir sér í dásam-
legu umhverfi við veiði á þess-
um eftirsótta fiski, laxinum. Nú
sást til Bifrastar, sem er sum-
arhótel í Norðurárdal. Var nú
ekið greitt. Brátt brunaði bif-
reiðin inn á bifreiðastæðið við
Bifröst. Bifröst er í yndisfögru
umhverfi og þar í faðmi fjall-
anna við skógarilm og vatnanið
var ákveðið að eyða sumaiieyf-
inu. Við stigum út úr bílnum
og ég litaðist um, en ég kannað-
ist vel við mig, af því að þetta
var ekki í fyrsta skipti, sem ég
kom á þennan dásamlega stað.
Nú var farið inn á hótelið, sem
er mjög reisuleg bygging, og