Blik - 01.05.1957, Qupperneq 70
68
B L I K
sínu fegursta skrúði þarna í
kyrrðinni. Sólin glampaði í
lygnum vatnsfletinum og í mó-
anum heyrðist spóinn vella um
leið og krían fældi silungana í
bæjarlæknum með hinu hása
gargi sínu. í norðri blasti Eyja-
fjallajökull við sjónum okkar.
Það var eins og eitthvað amaði
að hinum háa og tignarlega
fjallkonungi þarna í kyrrðinni.
Er við höfum gengið litla
stund enn, komum við að vötn-
unum. Nú kom að því að velja
heppilegan stað til að afklæð-
ast á. Að lokum völdum við
gróskumikla grastó, er skagaði
fram í vatnið. Þegar spjarirnar
höfðu verið tíndar af tveimur
mjóslegnum kroppum, sem báð-
ir ólmuðu af lífsfjöri, óðum við
út í. Vatnið var fremur grunnt
og ylvolgt. Þó reyndist það dá-
lítið kaldara, þar sem dýpst var,
en þar mun vatnið hafa náð
okkur félögum í mitti. Fórum
við nú að leika okkur. Höfðum
við mikið gaman af því að
skvetta vatninu á hvorn annan.
Síðar, er við vorum báðir orðnir
það blautir, að það angraði okk-
ur ekkert, þó að við fengjum
vatnið á okkur, fórum við á
hornsílaveiðar. En mikið var af
hornsílum þarna í vatninu.
Þurfti þó nokkra leikni til þess
að handsama þessa litlu, iðandi
fiska, sem voru á sífelldri hreyf-
ingu. Við dvöldumst við þessa
íþrótt dálitla stund, eða þangað
til að mér datt skyndilega í hug
hólmi nokkur í vatninu, er lá
þarna spölkorn frá landi. I
hólma þessum höfðum við fund-
ið andarhreiður nokkrum dög-
um áður. Hafði öndin þá legið
á nokkrum eggjum og fýsti okk-
ur að vita, hvort nokkur breyt-
ing hefði átt sér stað í hreiðr-
inu síðan.
Nú óðum við hægt og varlega
út að hólmanum; bæði vorum
við smeykir um, að pyttur væri
á leiðinni, en það hefði getað
verið óþægilegt að fara í kaf,
og líka vildum við reyna að forð-
ast það að styggja fuglinn.
Þetta gekk allt saman með
mestu ágætum. Vatnið náði
okkur aðeins í hné og engir
pyttir né skrímsli af neinskon-
ar tagi vörnuðu okkur ferðinni.
En þegar við nálguðumst hólm-
ann, varð okkur hálf hvert við,
því að með gargi miklu og
bægslagangi hóf andamamma
sig upp af hreiðrinu og hnitaði
nokkra hringi yfir höfðum okk-
ar í sínum versta ham. Það var
eins og hún væri að hugsa um,
hvað ætti að gera við svona ó-
þægðargepla. Að því er virtist
settist öndin síðan á vatnið spöl-
korn frá hólmanum.
Lægðist þá óttinn við anda-
mömmu að miklum mun, og
héldu garparnir nú ótrauðir á-
fram ferðinni.
Gerðum við nú vasklega upp-
göngu á hólmann, eins og við