Blik - 01.05.1957, Síða 72
70
B L I K
anum. Vöruðum við okkur ekki
nóg á botninum, svo að á leið-
inni hrasaði ég, datt í vatnið og
varð rennvotur. En það var ekki
mikið verið að hugsa um það.
Ég stóð þegar í stað á fætur
aftur. Loksins er við komumst
upp í hólmann, lafmóðir og hold-
votir, tókum við eftir því, að
óvinurinn, sem hafði virt okk-
ar völd og yfirráð að engu, var
eitthvað að hnýsast og snudda
í hreiðrinu. Sáum við, er við
nálguðumst það betur, að hann
var kominn með einn ungann
í kjaftinn.
Réðumst við þarna að minkn-
um með buxurnar á lofti og í
vígahug miklum. við vildum
hefna fyrir hreiðurránið. Auk
þess vissum við, að hver sá, sem
drepur varg, fær einhver verð-
laun. Þegar minkurinn sá þessa
tvo berserki nálgast, virtist
hann verða dálítið smeykur.
Sleppti hann unganum þegar í
stað, tók á sprett og hentist
jafnskjótt út í vatnið. En þið
þurfið ekki að halda, að kapp-
arnir hafi hætt við svo búið.
Nei, þeir fylgdu fast á eftir
minknum með buxumar sínar á
lofti og náðu honum í vatninu.
Þarna stóðum við nú í vatninu
upp í hné og börðum á minknum
með buxum okkar. Virtist dýrið
all grimmt og bjóst til að ráðast
á okkur félaga. Vildi það auð-
sjáanlega reyna að verjast eftir
mætti. Er með öllu óvíst, hvern-
ig farið hefði, ef ekki hefði vilj-
að svo tíl, að hundurinn hafði
heyrt lætin og óhljóðin og kom-
ið þegar í stað hlaupandi. (Það
var vitanlega ekki alveg hljóða-
laus bardagi, eins og menn geta
MYNDASKÝRIN GAR t
Efri mynd: Tízkusýning nemenda 1. des.
1956. Frá vinstri: Birgir Vigfússon. Þar
fara saman stuttbuxur og stéljakki, mont
prik og mattadorhattur, glæsibringa og
berir fótleggir. — Halla Bergsteinsdóttir.
Pils í stytzta lagi og svo: „Eftir því er
hefðin hærri, sem hafa þær fleiri klær og
skott". „Vöxturinn fagur, augun indæl.
engilbrosið, silkiskrúðinn, fimm þumlunga
háir hælar, huppaklemman, lendapúð-
inn". — Hannes Helgason. Stæling af
amerískri saumakonu í pels með fjaðra-
hatt, og svo sonur hennar Sigurgeir Sigur-
jónsson. Snemmborinn sonur saumakon-
unnar tyggur gummið, ýmist teygir hann
það út úr sér eða blæs það upp í blöðru.
I'ulltrúi æskulýðsmenningar, sem numið
hefur land að sinni a. m. k. Ragnheiður
Björgvinsdóttir, matróna eða hefðarfrú,
tignarleg og tilgerð, stoppuð bæði bak og
fyrir. Hælar og huppaklemma, hattur,
kjóll og kápa, allt eins og þegar drottn-
ingin á Englandi fór í heimsóknina til
hans séra Filippusar konungs handan við
sundið. ASalsteinn Sigurjónsson. Hann
hafði sofið illa yfir sig, rokið fr.im úr
og út í náttserknum með vekjaraklukk-
una í hendinni.
Sýningin vakti mikla ánægju með nem-
endum og ársfagnaðargestum.
Kvecðakórinn 1. des. Frá vinstri:
Elínborg Jónsdóttir, Selma Jóhannsdótt-
ir, Elín Leósdóttir, Halla Bergsteinsdóttir,
Þorbjörg Jónsdóttir, Rósa Martinsdóttir,
Helga Helgadóttir og Anna Erna Bjarna-
dóttir. — Með erindum þeim, sem kór-
inn las, minntist hann sjómannastéttar-
innar, móður sinnar, íslenzku konunnar
í heild, unga hrausta æskumannsins, unga
hugsjónamannsins o.fl.