Blik - 01.05.1957, Síða 74
72
B L I K
síðan á land. Var hann stein-
dauður og illa útleikinn eftir
bardagann. Áður en við klædd-
um okkur í fötin, brugðum við
okkur út í hólmann til að vita,
hvernig unginn væri útleikinn.
Datt okkur ekki annað í hug, en
að hann væri að dauða kominn.
En er við komum í hólmann,
flaug andamamma einu sinni
enn upp og var nú verri en
nokkru sinni fyrr.
Minkurinn hafði gert hana
mjög skelfda og stofnað lífi
unganna í hættu, og var hægt
að sjá á henni, að henni væri
illa við allar heimsóknir. —
Er við komum að hreiðrinu,
sáum við ungana þrjá vera að
leika sér, eins og ekkert hefði
í skorizt. Gátum við ekki séð,
hver þeirra hafði verið í mink-
kjaftinum. Óðum við svo í land.
Vorum við glaðir og ánægðir
yfir hvernig þessu lyktaði.
Klæddum við okkur í flýti og
hlupum heim. Vorum við með
minkinn í eftirdragi alla leiðina.
Þótti það heldur en ekki tíðindi,
er við höfðum frá að segja.
Daginn eftir fengum við leyfi
til að fara á fund hreppstjórans
og afhenda honum skottið af
minknum, en það er hreppstjór-
inn, sem greiðir verðlaun fyrir
öll vargadráp. Við fengum 60
krónur fyrir skottið. Að lokum
verð ég að segja frá því, að það
voru tveir hreyknir drengir, er
skunduðu heim síðar um dag-
inn með þrjátíu krónur hvor í
vasanum.
fíjörn Karlsson
1. bekk C.
Fyrstu göngurnar
Vekjaraklukkan hringdi. Ég
seildist hálfsofandi upp á borðið,
til þess að stöðva hana og mundi
nú, að ég átti að fara í göngurn-
ar. Snaraðist fram úr rúminu
og klæddi mig í snatri. Frammi
í eldhúsi var matur, sem ætlaður
var mér, áður en ég legði af
stað. Meðan ég mataðist, opnaði
Leifur dyrnar og leit inn, en
Leifur var sonur bóndans, og við
áttum að vera samferða. Kvaðst
hann hafa náð í hestana og væri
því bezt, að við legðum sem
fyrst af stað.
Þegar við riðum úr hlaði, var
kl. 5. Slógumst við í för með
fleiri gangnamönnum og riðið
var sem leið liggur fram að rétt
þeirri, sem reka átti í. Þar var
safnazt saman og skipti gangna-
stjóri mönnum í hópa. Afréttin,
sem er innsti hluti allbreiðs dals,
er þannig háttað, að fjall að
nafni Tungufell gengur eftir
honum miðjum og beggja vegna
þess eru dalir, sem liggja inn
að jökli. Skyldi sinn hópurinn
smala hvorn dalinn. Fylgdist
ég með öðrum hópnum fram í
botn þess dals sem hann átti