Blik - 01.05.1957, Side 82
80
B L I K
til fararinnar. Annar ferða-
kostnaður var greiddur úr
ferðasjóði okkar.
Hólmfriður Sigurðardóttir
ritari ferðarinnar
Slembilukkd
Það var í byrjun febrúar
1929. Ungur maður gekk um
á götum Reykjavíkur. Hann
var kominn ofan úr sveit í leit
að atvinnu, en ekki hafði hon-
um orðið neitt ágengt þann
hálfan mánuð, sem hann hafði
dvalizt í borginni.
Nú var kominn 9. febrúar og
hann átti ekki eftir nema 9 kr.
í vasanum.
Kaupmaður einn, sem hann
hafði komið í búðina til, hafði
ályktað, að piltinn vantaði at-
vinnu og boðið honum að reyna
að ráða hann í skiprúm suður á
Miðnesi hjá frænda sínum, sem
réri á veturna, á sex manna fari.
Svarið átti að koma kl. 7 þenn-
an sama dag. En ef hann fengi
nú ekki vinnu þar, hvað átti
hann þá af sér að gera?
Honum hafði verið sagt af
kunnugum, að helztu líkumar
væru að fara til Vestmanna-
eyja, þar væri oft hægt að fá
vinnu, þegar vertíð væri byrjuð,
og nú átti Botnía að fara til
Eyja, einmitt þetta sama kvöld
kl. 7, einmitt samstundis og
svarið átti að berast honum af
Miðnesi.
Hvað átti hann að gera?
Hann rölti um og vissi naum-
ast sitt rjúkandi ráð, þar til
klukkuna vantaði 20 mínútur í
7. Þá ákvað hann að fá bíl og
sækja kofortið sitt og fara með
það um borð í Botníu áleiðis til
Eyja. Þegar hann kom um borð,
átti hann 7 krónur eftir, 2 krón-
ur hafði bifreiðin kostað, en far-
ið á þilfari til Vestmannaeyja
kostaði þá 9 krónur. Nú þekkti
hann ekki einn einasta mann í
Eyjum og hafði því ekki hug-
mynd um, hvað gera skyldi, er
þangað kæmi. Svo eftir kalsa-
sama nótt var komið til Vestm.-
eyja.Stýrimaðurinn rukkaðifar-
gjaldið og varð súr á svip, er
pilturinn gat ekki borgað nema
7 krónur í stað 9. samt lét hann
það kyrrt liggja. Nú fóru far-
þegar með bát í land og upp að
gömlu bæjarbryggjunni, er þá
var eina bryggjan hér auk Edin-
borgarbryggjunnar. Pilturinn
stóð þarna í farþegaþvögunni á
bátnum hjá koffortinu sínu og
var nú fyrst fyrir alvöru far-
inn að óttast þetta flan sitt. Er
að bryggjunni kom, var þar all-
margt manna fyrir. Þar var líka
verið að skipa upp koliun úr
skipi, sem lá á innri höfninni.Nú
kom pilturinn allt í einu auga á
sveitunga sinn vestan af landi,
sem stóð þar í hópnum á bryggj"
unni og þóttist hafa himin hönd-