Blik - 01.05.1957, Síða 84
82
B L I K
rjúka út úr dfninum. Tók ég
mér nú prjón í hönd og leit á
kökuna mína. Ekki er hægt að
lýsa þeim vonbrigðum, sem ég
varð fyrir, er ofninn opnaðist.
Inni í honum var einhver hrúga
dökk á lit. Mótið var horfið. Yfir
og utan um það var þykk leðja
eða skurn úr kökudeigi. Hvergi
gat ég komið við þennan van-
skapnað vegna hita og tók því
það ráð að slökkva á ofninum,
láta hann standa opinn og bíða
þar til allt kólnaði. Gleðin yfir
því að gefa mömmu jólaköku,
þegar hún kæmi heim, var nú
orðin ótti við að fá skammir
fyrir tiltækið. Sem betur fór
kom mamma heim, áður en ég
hafði náð kökunni úr ofninum.
Engar skammir fékk ég fyrir
tiltækið, en upp komst, að ég
hafði notað þrjár matskeiðar af
lyftidufti í staðinn fyrir teskeið-
ar, enda sannast hér sem oftar
málshátturinn: „Fáir eru smið-
ir í fyrsta sinn.“
Ester Andrésdóttir
3. bekk.
Abvörun ekki heyrö
Oft verður óhamingja árangurinn.
Hún byrjaði að reykja, af því
að vinstúlkur hennar reyktu.
Hversvegna að vera öðruvísi en
þær? Nei, hún varð að reykja
eins og þær. Ekkert að vera að
hlusta á aðvörunarorð pabba og
mömmu. Sjálfsagt að fara að
vilja vinstúlkna sinna, hvað sem
pabbi og mamma segja. Hvers
MYNDASKÝRINGAR J| >
Unnið var sleitulaust að byggingu
Gagnfræðaskólans mikinn hluta vetrar
1955—1956. Þá var keppzt við að fullgera
fimleikasalinn, búningsherbergi hans, öll
salerni og snyrtiherbergi og miirhúða
efstu hæðina, tvær kennslustofur, kenn-
arastofu og stofu bókasafns skólans. Þegar
fram að vori leið, var allt þetta mikla
starf komið mjög vel á leið, en eftir var að
leggja múrhúð í flest gólfin á efstu hæð.
Þá var látið staðar numið um framkv.
að sinni. Geysimikils múrhúðunarsands
þurfti að afla í öll gólfin. Það hlaut að
verða erfitt verk og seinlegt fámennum
hópi verkamanna, því að sandinn þurfti
að sækja norður fyrir Eiði. Þar varð að
moka honum í poka og bera yfir Eiðið á
bifreiðar. Þegar upp að skóla kom, þurfti
síðan að lyfta sandinum upp á 3. hæð
byggingarinnar. — Góðviðrisdag einn vor-
ið 1956 var öllum nemendahópnum gefið
fri frá kennslu og hann látinn vinna að
sandsókninni. Hver nemandi lagði til sinn
poka, en skólabyggingin bifreiðamar. Síð-
an stjórnaði skólastj. og kennar^r verk-
inu. — Á efri myndinni er verið að moka
í einn sandpokann. Guttormur Einarsson
heldur á rekunni. María Njálsdóttir og
skólastjóri standa hjá. Jóhanna Kristjáns-
dóttir úr Dýrafirði „heldur í“. — Þegar
neðri myndin er tekin, hafa nemendur
lokið miklu verki. Flutt hafa verið mörg
hlöss af sandi suður að skólabyggingu, og
annar hópur nemenda borið þau upp á
efstu hæð jafnóðum. Allt gengið eins og
í sögu. Nemendur fylkja sér á bifreiðina
og halda heim. Á miðri bifreiðinni stend-
ur Einar H. Eiríksson kennari. — Þetta
var ekki fyrsta handtak nemendanna við
skólabygginguna. Minnast mætti þess, að
þeir hófu sjálfir að grafa fyrir henni vet-
urinn 1947 með skólastjóranum og undir
hans stjórn. Sjá mynd í Bliki, 10. árg.
1947, bls. 26.