Blik - 01.05.1957, Side 112
110
B L I K
bjarnarsonar. (Heimild: Árni
Árnason símritari).
Fyrri maður Ásdísar hús-
freyju var Anders Asmundsen,
norskur skipstjóri, frá Arendal.
Þegar Ásdís var ung stúlka í
heimasveit sinni, Berufirði, var
hún um tíma í vist í Papey.
Þangað kom þessi gjörvilegi
norski skipstjóri á skútu sinni,
en hann stundaði veiðar á henni
fyrir Austurlandi. Norski skip-
stjórinn varð hugfanginn af
þessari austfirzku bóndadóttur,
og felldu þau hugi saman. Þau
fluttust síðan hingað til Eyja
og settust hér að. Anders skip-
stjóri stundaði héðan sjó á
skútu sinni. Hún fórst með allri
áhöfn árið 1851, nálægt Reykja-
nesi, að talið var.
Eitt örnefni hér er kennt við
hinn norska skipstjóra, það er
Anesarvikið. Það var sandvik
nokkurt, er lá upp með Tanga-
klöppunum eða Bratta austan-
verðum suður undir Litlabæ.
Sjór fyllti þetta sandvik um'
flæði. Þá gat það orðið hættu-
legt t. d. börnum. Munnmæli
herma, að Asmundsen skipstjóri
hafi eitt sinn bjargað barni, sem
var að drukkna í vikinu, og hafi
vik þetta síðan verið við hann
kennt. (Andersarvik verður
Anesarvik). —
Hin ungu hjón, Ásdís og And-
ers leigðu sér húsnæði niður við
höfnina fyrstu búskaparárin
sín hér í Eyjum, en fengu síðan
byggingu fyrir Eystri-Stakka-
gerðisjörðinni. Þar bjuggu þau,
þegar hann fórst.
Svo sem venja hefur verið
hér frá ómunatíð, hélt ekkjan
jörðinni eftir fráfall manns síns
fyrst hún æskti þess. Ásdís hús-
freyja hélt því áfram að búa á
Eystra-Stakkagerði eftir sjó-
slysið. Þau hjón, Ásdís og And-
ers, áttu þrjár dætur barna.
María var elzt, f. 1839. Hún gift-
ist Gísla Jóhannssyni Bjarnasen
verzlunarstj. Þau hjón fóru til
Danmerkur 1883 ásamt 6 börn-
um. Frú María dó þar 1916.
Önnur dóttir Ásdísar og And-
ers hét Tomína. Mun hún hafa
fæðzt 1842 eða ’43. Fór til Dan-
merkur og giftist þar. Yngsta
dóttirin hét Soffía Lisebet f. 8.
okt. 1847, að Hlíðarhúsum hér
MYNDIN "Jffl >
Til hægri á myndinni er íbúðarhúsið
Eystra-Stakkagerði, sem þau hjónin Gísli
og Jóhanna byggðu sumarið 1899. Meðan
á byggingu stóð, bjuggu þau með börn
sín í goodtemplarahúsinu, sem sést á
myndinni lengst til hægri (einn gluggi
sést á húsinu og dyr á vesturstafni). Til
vinstri á myndinni er bærinn Borg, (rif
inn 1925), hin eiginlegu jarðarliús á
Vestra-Stakkagerði. — Frá vinstri: Sniiðja.
Undir þessari burst voru einnig bæjar-
dyrnar, og sjást útidyr á myndinni. Mið-
burstin er yfir baðstofunni. Lengst til
hægri er hjallur. Á myndinni sjást norður
af borg íbúðarhúsin Sandprýði (t.v.) og
Garðar. Þau voru einhver fyrstu húsin,
sem byggð voru í „Þykkva bænum" suð-
austast i Nýja túni, í krikanum milli
Bárugötu og Vestmannabrautar.