Blik - 01.05.1957, Page 112

Blik - 01.05.1957, Page 112
110 B L I K bjarnarsonar. (Heimild: Árni Árnason símritari). Fyrri maður Ásdísar hús- freyju var Anders Asmundsen, norskur skipstjóri, frá Arendal. Þegar Ásdís var ung stúlka í heimasveit sinni, Berufirði, var hún um tíma í vist í Papey. Þangað kom þessi gjörvilegi norski skipstjóri á skútu sinni, en hann stundaði veiðar á henni fyrir Austurlandi. Norski skip- stjórinn varð hugfanginn af þessari austfirzku bóndadóttur, og felldu þau hugi saman. Þau fluttust síðan hingað til Eyja og settust hér að. Anders skip- stjóri stundaði héðan sjó á skútu sinni. Hún fórst með allri áhöfn árið 1851, nálægt Reykja- nesi, að talið var. Eitt örnefni hér er kennt við hinn norska skipstjóra, það er Anesarvikið. Það var sandvik nokkurt, er lá upp með Tanga- klöppunum eða Bratta austan- verðum suður undir Litlabæ. Sjór fyllti þetta sandvik um' flæði. Þá gat það orðið hættu- legt t. d. börnum. Munnmæli herma, að Asmundsen skipstjóri hafi eitt sinn bjargað barni, sem var að drukkna í vikinu, og hafi vik þetta síðan verið við hann kennt. (Andersarvik verður Anesarvik). — Hin ungu hjón, Ásdís og And- ers leigðu sér húsnæði niður við höfnina fyrstu búskaparárin sín hér í Eyjum, en fengu síðan byggingu fyrir Eystri-Stakka- gerðisjörðinni. Þar bjuggu þau, þegar hann fórst. Svo sem venja hefur verið hér frá ómunatíð, hélt ekkjan jörðinni eftir fráfall manns síns fyrst hún æskti þess. Ásdís hús- freyja hélt því áfram að búa á Eystra-Stakkagerði eftir sjó- slysið. Þau hjón, Ásdís og And- ers, áttu þrjár dætur barna. María var elzt, f. 1839. Hún gift- ist Gísla Jóhannssyni Bjarnasen verzlunarstj. Þau hjón fóru til Danmerkur 1883 ásamt 6 börn- um. Frú María dó þar 1916. Önnur dóttir Ásdísar og And- ers hét Tomína. Mun hún hafa fæðzt 1842 eða ’43. Fór til Dan- merkur og giftist þar. Yngsta dóttirin hét Soffía Lisebet f. 8. okt. 1847, að Hlíðarhúsum hér MYNDIN "Jffl > Til hægri á myndinni er íbúðarhúsið Eystra-Stakkagerði, sem þau hjónin Gísli og Jóhanna byggðu sumarið 1899. Meðan á byggingu stóð, bjuggu þau með börn sín í goodtemplarahúsinu, sem sést á myndinni lengst til hægri (einn gluggi sést á húsinu og dyr á vesturstafni). Til vinstri á myndinni er bærinn Borg, (rif inn 1925), hin eiginlegu jarðarliús á Vestra-Stakkagerði. — Frá vinstri: Sniiðja. Undir þessari burst voru einnig bæjar- dyrnar, og sjást útidyr á myndinni. Mið- burstin er yfir baðstofunni. Lengst til hægri er hjallur. Á myndinni sjást norður af borg íbúðarhúsin Sandprýði (t.v.) og Garðar. Þau voru einhver fyrstu húsin, sem byggð voru í „Þykkva bænum" suð- austast i Nýja túni, í krikanum milli Bárugötu og Vestmannabrautar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.