Blik - 01.05.1958, Side 13

Blik - 01.05.1958, Side 13
B L I K 11 ekki, þó að hún ætti lífið að leysa. Hún treysti sér ekki yfir lækinn hjálparlaust. Ef þú kemst ekki yfir lækinn, verð ég að skilja þig eftir á ísskörinni, sagði strákur og lét svo um mælt, að bættur væri skaðinn, þótt hún kæmist ekki lengra. Síðan hélt hann leiðar sinnar án þess að skeyta meira um telp- una. Þarna sat þessi umkomulausi munaðarleysingi við lækinn, al- einn á hvítri hjarnbreiðunni, ís- kaldri auðninni. ísskörin fyrir framan • og beljandi vatns- straumurinn, en svo langt til næsta bæjar, að kjarkinn brast til að leggja upp í þá för. Nú mundi enginn hjálpa henni nema guð einn, og nú bað litla stúlkan heitar og innilegar en nokkru sinni áður á hinni stuttu lífsleið. Amma hennar hafði kennt henni langa bæn, sem hún sjálf hafði víst lært af mömmu sinni eða ömmu, og hún sagði henni að biðja hennar, ef hún væri í hættu stödd. Þessa bæn kallaði amma hennar Maríugrát, og fannst Guðrúnu litlu, að amma hennar læsi bænina fyrir sér með meiri viðkvæmni, helgiblæ og lotn- ingu en nokkuð annað guðsorð. — Nú hafði litla stúlkan bæn- ina yfir af þeirri alvöru og þeim innileik, sem hún mundi, að amma sín hafði gert: Eilíft Ijós, eilífur er Guð, eilífur er hinn helgi andi. Eilífur er andinn, sem þú sendir mér af sjálfum bér fimmtudaginn, þá er þú steigst upp til himins. — Sjö voru stigin til him- ins. Eitt heitir þróttur, annað þol- inmæði, þriðja styrkur, fjórða stað- lyndi, fimmta bindindi, sjötta líkn og sjöunda miskunn. Þess veit ég vonina vísa, sæll drottinn minn, ef ég lít spor þitt ið neðsta, þá mun ég ekki missa ið efsta. Þessi orð mælti in mildasta móðir guðs, þá er hún stóð undir krossinum helga horfandi á pín- ingu sonar síns. Blóð og vatn flaut af sárum hans on’yfir andlit henn- ar, og hún sveipaði með dúknuin blóðið af kinnum sér: „Heyr heyr- andi sút í kvöld, sorg og móð. ^íttu á mæðurnar miskunnaraugum, veittu huggun í harminum. Hugur- inn, brjóstið og augun mín, ég kvelst nú yfir sárum þín. Hver mun nú móðirin jafn særð af píningu sonar síns, sem ég er nú? Blómin blómanna, líknin siðanna há, sárt er á að sjá, hversu hörð píningin vera muni í þrengingu naglanna. Nú bliknar, nú fölnar fegurðar- listin. Hingað hrýtur, þaðan flýtur bogi blóðs. Almild er sú höndin, sem svo er negld. Alblint er það hugskotið, sem slíku veldur. Nú man ég það sanna, sem hann Símon sagði í dag á nóninu, að ég mundi verða að stynja og andvarpa. Tárin bera vitni líkamanum að ut- an, en hvað í brjóstinu býr að innan? Heyrðu nú sonurinn sæli og góði. Dauðinn mun okkur skilja. Hann skýldi að þér, en þrengdi að mér. Gyðingar, vægið þið syninum mín- um. Krossfestið mig og festið okkur á eitt tré bæði. Saklaus þolir hann bönd og vendi, háð og hálshögg, spjót og spýtingar, kross og nagla, bana og brigzl. Fyrir einum hluti harma ég: yðar sakirnar fagna ég. Grátið minn skaða með mér. Mun- ið og virðið, hvað ég hefi fyrir yður borið; þá munuð þið eignast eilífa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.