Blik - 01.05.1958, Qupperneq 27
B L I K
25
5. Guðrún Þórðardóttir
Jörðin Tún hér í Eyjum er ein
af Kirkjubæjajörðunum og talin
vera Vs af Kirkjubæjatorfunni.
Upp úr miðbiki aldarinnar síð-
ustu höfðu ýmsir búendur setið
jörðina og enginn fastur.
Árið 1862 fluttist að Túni
ekkja Carls Ludvigs Möllers
verzlunarstjóra með 4 börn.
Hún hét Ingibjörg Þorvaldsdótt-
ir Möller og var alltaf titluð
madama eftir að hún giftist, eins
og siðvenja var urn konur verzl-
unarstjóra, sem höfðu mikla
fjármuni undir höndum.
Með mad. Ingibjörgu fluttist
að Túni ung stúlka, sem Guð-
rún hét Þórðardóttir frá Götu
í Eyjum, þá 23 ára, og gerðist
vinnukona hjá madömunni.
Faðir Guðrúnar var Þórður í
Götu Árnason bónda Þórðarson-
ar í Holti og Garðakoti í Sól-
heimasókn Sveinssonar prests í
Kálfholti. Kona Áma bónda
var Guðrún yngri frá Vatns-
skarðshólum Þorsteinssonar
Eyjólfssonar bónda í Áshól í
Holtum Jónssonar.
Guðrún Þórðardóttir var f ædd
11. des. 1839.
Mad. Ingibjörg bjó í Túni 1
6 ár eða til ársins 1868. Flutti
hún þá af jörðinni sökum fá-
tæktar. Það sama sumar fékk
Jón Vigfús Vigfússon byggingu
fyrir Túni og fluttist þangað
með dætur sínar tvær, Pálínu og
Sigríði. Jörðin var þá talin fóðra
eina kú og eitt hross og hafa
hagagöngu handa 12 sauðum á
Heimalandi og 6 sauðum í Suð-
urey. Fýlatekíju hafði hún á
báðum þessum stöðum, svo og í
Brandi, Geldung og Súlnaskeri.
Guðrún Þórðardóttir réðist nú
bústýra til Jóns Vigfússonar,
hins nýja bónda í Túni, sem sé
varð kyrr í Túni, þegar madam-
an flutti þaðan.
Árið 1870 fluttist svo Sigríð-
ur Einarsdóttir að Túni til Jóns
sonar síns eins og áður segir.
Sama ár fæddust þeim Jóni
bónda og bústým hans tvíburar,
tvær stúlkur, sem skírðar voru
Þórunn og Jónína. Nokkru síðar
giftust þau Jón og Guðrún. —
Jónínu dóttur sína misstu þau
mjög bráðlega, en Þórunn lifði,
óx og dafnaði vel. Það var hin
góðkunna merkiskona hér í bæ,
Þómnn í Þingholti.
Önnur börn Jóns og Guðrúnar
voru þessi:
Vigfús, útgerðarmaður í Holti
hér í Eyjum, fæddur 1871,
Guðjón, bóndi og líkkistusmiður
á Oddsstöðum hér, fæddur 1874,
Jóhann, trésmiður að Brekku
(Faxastíg 4) hér, fæddur 1876,
Guðrún Karitas, fædd 1878,
Sigurlín, húsfreyja í Túni, f.
1882.
Þegar Sigríður Einarsdóttir
var komin hátt á áttræðisaldur,
tók henni að daprast sjón.
Dætur Jóns að fyrra hjóna-