Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 62
60
B L I K
ár hvert að halda upp á svokall-
að „Fiskes“-afmæli, eru þá ýmis
skemmtiatriði og dans, og er
þar með minnzt manns nokkurs,
sem gaf Grímseyingum bóka-
safn.
Svo eru stundum haldnir
dansleikir.
Þó nokkrar framkvæmdir
hafa orðið í Grímsey á síðari
árum; búið er að fullgera þar
góðan flugvöll, og höfn hefur
verið gjörð þar. Næst komandi
srnnar mun eiga að fullgera þar
síldarplan. K.E.A. ætlar að fara
að reisa þar nýtt útibú, og eins á
að fara að leggja þangað síma.
Eyjan er mjög grösug, og eyjar-
búar nota ekki rigningarvatn,
heldur eru þar uppsprettur og
brunnar, því að þar rignir ekki
það mikið, að rigningarvatn
mundi duga Grímseyingum til
daglegrar neyzlu.
Hæst er eyjan að austan og
norðan, eru þar samfelld björg
og mikið fuglavarp; einnig verp-
ir fuglinn á eyjunni sjálfri.
Byggðin er öll sunnan og vest-
an á eynni og eru þar nokkrar
víkur. Syðsta víkin er Greni-
vík. Þar á ég heima. Víkin, sem
höfnin er í, heitir Sandvík, og
sú nyrzta heitir Básavík. Þar
er nyrzti bær á Islandi, Básar.
Þetta eru stærstu víkurnar;
svo eru þar nokkrar smærri.
Mér finnst mjög fallegt í
Grímsey og gaman að vera þar,
og svo finnst öllum, sem eiga þar
iheima.
Lilja Óskarsdóttir
II. bekk verknáms.
Nýi skólinn
Þegar ég og jafnaldrar mínir
lukum okkar barnaprófi, áttum
við að fara í Gagnfræðaskólann.
Það var bæði tilhlökkun og
kvíði að eiga að fara í þennan
nýja skóla. Okkur var sagt, að
þar giltu svo strangar reglur.
Og svo var líka einhver listi
þar, er nefndist „svarti listinn“
og átti að skrifa krakkana á
hann, ef þau brytu einhverjar
reglur skólans, svo sem að fela
sig inni á göngum í löngu
kennsluhléunum, því að þá átt-
um við að fara út, fá okkur
frískt loft og leika okkur. Þeir,
sem skrópuðu í skólanum, fengu
líka að komast á þennan lista, og
hjá sumum var þetta gamall
vani frá barnaskólanum.
Líka var þarna annar ,,listi“,
er nefndist japllisti og á hann
áttum við að komast, ef við
kæmum með tyggigúm eða ann-
að sælgæti í skólann, og það
hlaut að vera erfitt að sætta sig
við það frá gömlum vana að
borða oftast sælgæti í skólanum.
Þegar farið var í skemmti-
götígur í bárnaskólanum, fór
kannski einn bekkur upp á Klif,
annar inn á Eiði, þriðji upp á