Blik - 01.05.1958, Side 70
68
B L I K
byrjaði á því að loka gluggan-
um, sem hafði verið opinn allan
daginn. Svo var honum lokað á
kvöldin, til þess að rottumar
kæmust ekki inn, því að glugg-
inn nam hérumbil við jörðu.
Síðan dró litla stúlkan niður
gluggatjöldin og ihélt, að með
því væri hún búin að loka allar
hættur úti. En hún athugaði
ekki, að með þessum varúðar-
ráðstöfunum var hún búin að
loka versta óvin sinn inni í her-
berginu hjá sér.
Þegar Kristín litla sárasak-
laus settist á legubekkinn og
ætlaði að fara að afklæða sig,
skauzt svartur köttur undan
legubekknum.
Og nú er spurningin, hvoru
brá meira, Kristínu eða kettin-
um.
Kötturinn hljóp út í gluggann
og ætlaði út, þar sem hann kom
inn, en þar var allt lokað.
Knistín hljóp út og skellti
hurðinni á eftir sér, en kattar
greyið var lokað inni. Hann
þaut um allt til að gá að út-
göngudyrum, en allt kom fyrir
ekki.
Kristín var að deyja úr
hræðslu uppi hjá bróður sínum,
sem var steinsofandi.
Eftir dálitla stund komu for-
eldrar hennar heim. Þeir spurðu
Kristínu, hvers vegna hún væri
ekki sofnuð.
Hún sagði þeim alla söguna.
Pabbi hennar fór inn í her-
bergið og hleypti kisu út, sem
var fegin frelsinu.
En ekki þorði Kristín litla inn
í herbergið fyrr en pabbi henn-
ar var búinn að gá undir legu-
bekkinn, hvort ekki væru fleiri
kettir þar. Þegar svo var ekki,
þorði hún fyrst inn í herbergið
sitt.
Svo fór hún að hátta og sofa.
En eitt er víst, að hún gáði alltaf
eftir þetta undir legubekkinn til
að vera viss um, að þar leyndist
ekki köttur.
Birna Kristjánsdóttir
III. bekk verknáms.
Afmælisgjöfin
Ég man ennþá, þegar ég var
í afmælisboðinu hjá leiksystur
minni fyrir sjö árum. Það þótti
nú gaman í þá daga að fara í
afmælisveizlur. Mér hafði verið
boðið klukkan þrjú. Ég man, að
ég gerði allt til þess að „drepa“
tímann, mér fannst hann aldrei
ætla að líða. Loksins kallaði
mamma á mig og sagði, að ég
skyldi þvo mér og hafa fata-
skipti. Þegar ég hafði þvegið
mér vandlega og var komin í
„fína“ gula kjólinn með rauðu
bryddingumnn, fannst mér ég
líta út eins og prinsessa. Svo
trítlaði ég af stað með afmæl-
isgjöfina undir hendinni. Ég
nam staðar fyrir utan hurðina
og drap ofur laust á dyr. Af-