Blik - 01.05.1958, Side 87

Blik - 01.05.1958, Side 87
B L I K 85 vatnsmikil, svo að vatnið tók mér næstum í bringsmalir, þar sem það var dýpst, en áin var fremur straumlítil og rann að- eins í einum ál. Nú er skammt til Víkur og torfærulaus leið. Þegar þangað kom, var orðið aldimmt og búið að loka búðum. Var þá næst að leita náttstaðar og bíða næsta dags til að ljúka erindum. Seint um kvöldið kom maður í húsið, þar sem ég dvaldi, og spurði ef tir mér. Þetta var Loft- ur Ólafsson póstur. Hann hafði á hendi póstferðir milli Prests- bakka á Síðu og Odda á Rangár- völlum. Hann var duglegur ferðamaður og skyldurækinn og fylgdi trúlega áætlun, þótt vötn og veður væru lítt fær stundum. Nú var Loftur á austurleið og mæltist til þess, að ég yrði honum samferðia austur yfir. Ég kvaðst eiga ólokið erindum að mestu leyti. „Ég skal biðja Halldór að opna búðina og af- greiða þig í kvöld“, sagði Loftur. Þetta varð að samkomulagi. Ég fékk afgreiðslu fljótt og vel, og við Loftur afréðum stund og stað, þar sem við skyldum hitt- ast að morgni. Löngu áður en birta tók af degi morguninn eftir, vorum við komnir af stað. Loftur póstur var með 3 hesta undir póst- koffortum. Þeim fjórða reið hann sjálfur. Veður var stillt og lítilsháttar frost, en þó dimmt í lofti. Við héldum sem leið liggur austur með Víkurhömrum. Tafarlaust komumst við yfir Kerlingardalsá. Var hún nú miklu grynnri en kveldið áður. -— Enn var dimmt, svo að ekki sást neitt frá sér, og þannig var það, þegar við komum að Múlakvísl. Þegar urðum við þess varir, að hún hafði þorrið að miklum mun. Hiklaust var lagt út í. Ég óð á undan og kannaði botninn rækilega með hinni á- gætu vatnastöng minni. Loftur kom á eftir með hestana, og yfir komst allt slysalaust, þó að al- dimmt væri. Múlakvísl hefir grafið alldjúp- an farveg, og eru því háir sand- bakkar — kallaðir Öldur — að henni, einkum að austan verðu. Þar er „aldan“ víða 2—3 mann- hæðir. Nú urðum við þess varir, að við höfðum tapað brautinni og hittum því ekki skarðið, sem átti að fara upp úr farvegi kvíslar- innar. Brátt fundum við þó ann- að skarð, þar sem komast mátti upp. Enn var dimmt, og því ógjörn- ingur að greina ójöfnur á kol- svörtum sandinum. Við töldum líklegt, að vegurinn væri ofar. Þess vegna bað Loftur mig að ganga upp með kvíslinni, — sem þó sást ekki, nema þar sem glitti í vatn — og vita, hvort ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.