Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 89
BLIK
87
herbergis á neðri hæð hússins.
Þar voru tvö rúm. Hugðum við
gott til hvíldarinnar, því að
þreyttir vorum við orðnir ó-
neitanlega.
Þegar ég var að festa svefn-
inn, vakna ég við það, að Loftur
spyr, hvort ég vilji ekki koma
til sín og sofa fyrir framan sig.
Auðvitað tók ég því vel og sváf-
um við svo vært og vel alla nótt-
ina. — Seinna heyrði ég þess
getið, að reimleika hefði stund-
um orðið vart í þessu herbergi.
Hvort það hefir haldið vöku
fyrir Lofti pósti í þetta sinn,
veit ég ekki, því að ég spurði
einskis.
Að morgni var snemma risið
og til ferðar búizt. Þá var kom-
inn regnhraglandi og sorti í
lofti. Innan stundar vorum við
komnir austur að Fljóti sunnan
við Grjóteyri, en þar var vegur-
inn að því og út í það, þegar það
var íslaust. Nú voru allir stærri
álar búnir að sprengja af sér
klakaböndin, en víða var hátt
upp á skarir, svo að selflytja
varð hestana, þ. e. teyma einn
og einn í einu. Þetta var æði
seinlegt en gekk þó sæmilega
eftir atvikum.
Þegar við komum að austasta
álnum í Ytrafljótinu, var bónd-
inn á Söndum kominn þar á móti
okkur, og fylgdi hann okkur svo
sustur yfir eystri hluta Fljóts-
ins. Hann var ágætur vatnamað-
ur og þaulvanur að berjast við
hið viðsjárverða Kúðafljót, sem
spennti sínar geigvænlegu greip-
ar um bæ hans.
Á Rofabæ, sem var bréfhirð-
ingarstaður, skildi með okkur
Lofti, og ég hélt heim til mín.
Þangað var örskammt.
Nú hefir véltæknin, vegir og
brýr gjört öll ferðalög ólík þ-'/í,
sem áður var. Pósturinn með
koffortahestana sést ekki leng-
ur kafandi ófærð í illvijðrum
eða etjandi kappi við lítt fær
vötn. Þessari breytingu mega
menn og skepnur fagna. En
skylduræknin, stundvísin og á-
byrgðartilfinningin eru jafn-
nauðsynlegar dyggðir og alltaf
í fullu gildi. Það vildi ég mega
fullyrða við allan æskulýð og
ekki sízt við skólaæsku Vest-
mannaeyja, sem stendur að
þessu ársriti. E- s■
SPAUG
Tveir gamlir kunningjar hitt-
ust á Skólaveginum. Þeir höfðu
ekki sézt lengi. „Ef til vill hef-
urðu heyrt það, að ég hefi geng-
ið í heilagt hjónaband síðan við
sáumst síðast. Konan mín er úr
Grafningnum". ,,Já, blessaður,
ég veit það og meira, því að ég
þekkti einu sinni konuna þína
mæta vel, þegar ég var kaupa-
maður í Grafningnum". ,,Hm“,
sagði sá gifti, „skaparinn gæfi,
að ég hefði verið í þínum spor-
um þá“.