Blik - 01.05.1958, Síða 115

Blik - 01.05.1958, Síða 115
B L I K 113 hefðu ekkert til miðlunar. Við höfðum ekki einu sinni olíu til ljósa. Einhvernveginn tókst okkur að smygla um borð 15 lítrum, sem nægðu aðeins til Ijósa í íbúðum eða þar sem við héldum okkur. Engin siglinga- ljós höfðum við. í þessar tilraunir til að fá olíu höfðum við eytt átta dögum en máttum svo sigla af stað olíu- lausir og matarlitlir. Nú lögð- um við af stað til Islands, og hrepptum við mjög vont veður yfir hafið. Frá því við fórum frá Noregi og þangað til við sá- um landið, liðu 15 sólarhringar. Þegar við komum upp undir við Austfirði, fengum við norð- an storm og týndum landsýn aftur. Eftir 7 sólarhringa sáum við land aftur. Suðvestan átt var á. Við sáum þá fyrst Snæfells- jökul. Við náðum Ólafsvík á sunnu- degi kl. 3 e. h. Við höfðum misst útbyrðis lífbátinn (eða öðru nafni björgunarbát) á leiðinni upp og gátum því ekki farið í land á honum en gerðum vart við okkur með þokulúðri. Komu þá Ólafsvíkingar skömmu seinna. Sendmn við síðan í land með þeim einn af skipverjunum og átti hann að útvega olíu, mat og vatn, sem mjög var þrotið um borð, og hann átti að vera eins fljótur og hann gæti. Leið svo dagurinn og nóttin án þess að nokkuð bólaði á manninum. Vindur fór vaxandi af norðri og þeös vegna vont að liggja á Ólafsvík. Bátinn gat rekið upp að landi. Bátar reru frá Ólafs- vík, en þegar hvessti, sneru þeir við, og komst þá sá, sem þessa sögu segir, í land með einum þeirra. Fengum við 4 tunnur af olíu og komum þeim um borð með herkju. En um mat og vatn var ekki hugsað. Var nú haldið af stað í góðu leiði til Vest- mannaeyja og notuð bæði segl og vél. Til Eyja komum við eftir 20 tíma siglingu frá Ólafsvík. Voru þá liðnir 36 dagar frá því að við lögðum af stað frá Dan- mörku. Var okkur vel fagnað, þegar við komum heim, því að við höfðum verið taldir af. Þeg- ar við komum til Eyja, fréttum við af dönsku skútunni, sem fyrr er getið. Það sagði stýrimaður- inn okkur. Þeir áttu að fara til Austurlandsins. En þeir villtust og ætluðu að reyna að ná til Vestmannaeyja. Seglin voru orðin ónýt. Þeir ætluðu að sigla austur með Klettinum en sáu ekki Faxasker á kortinu og sigldu á það, og þar sökk danska skútan Ester, en mennirnirkom- ust lífs af í björgunarbát. Bát- inn, sem við komum með, nefndi ég Harald.“ V ' Hér lýkur frásögunni um sjó- hrakninga þessa árið 1917. Hrefna Óskarsdóttir 2. bekk verknáms.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Blik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.