Blik - 01.05.1958, Qupperneq 117
B L I K
115
=^ggj MYNDIN TIL VINSTRI:
Ymisleqt
úr Eyjum
Fyrir atbeina brejarstjórnar hefir verið
hlynnt að ýmsum gömlum minjum hér
á Heimaey á s.l. árum. Myndin hér að
ofan minnir á nokkuð af þessu góða
starfi.
Varðan til vinstri er hin nýja „Hvildar-
varðaf' hlaðin 1956.
Varðan til hægri er hin nýja varða á
Gjábákkatúninu (1956). Þar stóð frá þvi
um 1890 grjótvarða með stöng. A stöng-
inni var sjómönnum Eyja gefið til kynna,
hvort Leiðin vœri fær eða ófær skipum.
Væri hún ófær, voru tvö flögg dregin að
húni á Gjábakkavörðunni. Vœri hún við-
sjárverð, var eitt flagg látið nægja.
Fyrir 1890 voru merki þessi gefin á
stöng, sem stóð á Skansinum. Þar þóttu
merkin sjást of seint, og þess vegna var
stöngin færð austur með höfninni.
A s.l. ári lét bæjarstjórn hlaða uþp
veggi Vilpu, hins forna vatnsbóls Aust-
urbyggja á Heimaey. Hluta af nýju veggj-
unum sjáum við til h. á efri myndinni.
Neðri myndin frá vinstri: Magnus Jóns-
son, hinn kunni grjóthleðslumaður i Eyj-
um, vinnur þarna að hleðslu á Vilpu-
veggjunum. Hann hefir lika hlaðið vörð-
urnar. Magnús er á níræðisaldri. Og þrátt
fyrir hinn háa aldur, vinnur hann sem
sé enn að grjóthleðslu af miklu þreki og
léttu skapi. Haft er eftir Magnúsi, þegar
eitt sinn var rætt við hann um aldur
hans, að hann byggist jafnvel við, að lifa
það ekki af að deyja.
Viða í hrauni Heimaeyjar gefur að
líta sérkennilegar myndir. Myndin i
miðið er af „bangsa" á Hrafnaklettum.
Lengst til hægri er mynd af einum
kunnasta borgara Eyjanna, sem áður var
ás og hjól i vissum þætti i skemmtana-
lifinu. Þegar „Grósi" var við lýði og
skemmti lýði og löndum Jóns. „Bilar ei
hót, þótt bragði tár."
Þ. Þ. V.
Gjafir til
Gagnfræðaskólans
S.l. vetur gaf Ragnar Jónsson,
bókaútgefandi í Rvík, Gagn-
fræðaskólanum bókagjöf að
verðmæti kr. 2400. — Fékk
skóiastjóri sjálfur að velja bóka-
safni skólans bækurnar.
Þegar gagnfræðadeild skólans
var slitið 9. febrúar s.l., færði
sóknarnefnd Landakirkju Gagn-
fræðaskólanum að gjöf hina
forkunnarfögru, ljósprentuðu
útgáfu af Guðbrandarbiblíu.
Formaður sóknarnefndar, Páll
Eyjólfsson, mun hafa átt hug-
myndina að þessari gagnmerku
gjöf til Gagnfræðaskólans. —
Séra Halldór Kolbeins hafði
orð fyrir sóknamefnd og af-
henti gjöfina. Jafnframt flutti
prestur tvö frumsamin kvæði til
Gagnfræðaskólans. Eru þau
bæði birt hér í ritinu.
Fyrir allar þessar gjafir til
skólans og það vinarþel, er að
baki þeim felst, þakka ég alúð-
lega og færi gefendunum mínar
beztu og innilegustu ámaðarósk-
SPAUG
Nemandinn skrifar stíl um
manninn: Gegnum mannslíkam-
ann er beinstöng, sem kallast
hryggur. Á öðrum enda stangar-
innar situr höfuðið en á hinum
endanum sitjum við sjálf.