Blik - 01.04.1959, Page 3
37-o.d-
díU
BLIK
ÁRSRIT GAGNFRÆÐASKÓLANS í VESTMANNAEYJUM
VESTMANNAEYJUIV!
APRÍL 1959
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:
Hugvekja
flutt í Gagnfrœðaskólanum haustið 1958
Skáldin hafa stundum spreytt
sig á að finna mannlífinu ýmsar
samlíkingar. Eitt þeirra líkir því
við langan fjallveg, brattan og
torsóttan. Bernsku- og æskuár-
in hefjast niðri á flatlendinu
annars vegar við f jallið, en gam-
almennið, sem orðið er barn í
annað sinn, endar ævina í daln-
um hinumegin við fjallið.
Setjum svo, að við tækjum
okkur ferð yfir erfiðan fjallveg
frá bæ skammt frá fjallinu.
Fyrst liggur leiðin um sléttar
lendur, túnið og engjarnar, og
veitist mjög auðveld. Allt leikur
í lyndi fyrir okkur eins og á
bernsku- og æskuárunum. Og
við hlökkum til að komast upp
í hreina og tæra fjallaloftið og
njóta hins fagra útsýnis.
Miklar göngur, ekki sízt yfir
erfið fjöll og firnindi, reyna á
allan líkamann.
Einnig reyna fjallaferðir oft
á vitsmunina, því að ekki er
lengi að skipast veður í lofti,
gera blindbyl eða svarta þoku,
og getiun við þá hæglega villzt
og ef til vill látið lífið í gjám
eða gljúfrum.
Til þess að vera nokkurn veg-
in örugg að komast heilu og
höldnu yfir fjallið, þurfum við
að vera vel undir ferðina búin.
Það er ónóg að hafa nægan mat
í malpokanum. Það er heldur
ekki nægilegt að vera vel klædd-
ur. Við verðum að eiga þrótt og
þor, eiga krafta í köglum og
þrautseigju.
Öðlumst við slíkt fyrirhafnar-
laust? Nei, alls ekki. Ekki frem-
ur en sveinninn verður slyngur
LANDSBOKASAFN
226402
T c l a u n c