Blik - 01.04.1959, Page 4
2
B L I K
knattspyrnumaður án allrar
þjálfunar og meyjan mikilvirk
og fagurvirk í saumaskap sínum
án allrar æfingar eða iðkunar
sauma Við erum oft þannig
af guði gerð, að með okkur
leynist mikill lífsþróttur,
hreysti og kjarkur. Þó yrði það
talið óðs manns æði að leggja
gangandi á f jall, langan og erf-
iðan veginn, illa búin undir ferð-
ina. Við verðum að hafa þjálfað
okkur áður í leik eða starfi,
stælt fætur og líkama.
Þannig er þetta, nemendur
mínir, með lífsgönguna sjálfa.
Hún hefst á flatneskjunni.
Það er svo auðvelt og fyrir-
hafnarlítið að lifa bernsku- og
æskuárin sín heima í skjóli
góðra foreldra. „Dælt es heima
hvat“, segir í Hávamálum; allt
er auðvelt heima. Ef við vildum
svo ræða meira um samlíkingu
skáldsins um mannlífið og f jall-
ið, þá mundum við álykta, að þið
hinir eldri nemendur væruð nú
þegar staddir við rætur sjálfs
fjallgarðsins og hæfuð senn
brattagönguna. Hinn yngri hluti
ykkar er enn úti á sléttlendinu,
þar sem foreldrarnir halda í
hönd ykkar, og þið eigið góðan
spöl eftir að rótum fjallsins.
Hvar fáum við svo hjá okkur
samlíkinguna við nestispokann
á baki fjallgöngumannsins?
Ætti ég að tákna hana með
tveim orðum, mundi ég velja
orðin þekking og vinnugleði.
Sem betur fer eykst nú ávallt
skilningur æskufólks hér og for-
eldra á gildi þekkingarinnar,
sem er ómissandi nesti hverjum
æskumanni á lífsleiðinni. En
þekkingin og bókvitið er ekki
einhlítt nesti í fjallgönguna
miklu. Samfara nokkru bókviti
verðum við að vera nestuð
vinnugleði og viljastyrk, ef okk-
ur á að farnast vel yfir f jallgarð
lífsins. Og enn er þetta ekki nóg
fremur en nóg nesti í malpok-
anum. Við verðum að rata yfir
f jallið til þess að ná settu marki.
Hvar mundum við finna samlík-
ingu í sjálfu mannlífinu við rat-
vísi fjallgöngumannsins? Ef til
vill yrðum við þar ekki á eitt
sátt. Eitt orð mundi ég vilja
velja þar til táknrænnar sam-
líkingar. Það orð er siðgæði.
Það er lífsreynsla mín, að sá
maður, sem ekki hirðir um að
lifa lífinu eftir föstum siðgæðis-
reglum, svo sem næm samvizka
og brjóstvit býður honum
beztar, er nokkumvegin viss
með að falla í f jallagljúfur þjóð-
lífsins fyrr eða seinna og tapa
þar æru sinni og heiðri, en það
er háskasamlegra en líkamlegur
dauði. Þessa sjáum við mýmörg
dæmi í sjálfu þjóðfélaginu okk-
ar.
Ég ætlast til þess, nemendur
mínir, að þið hugleiðið þessar
hugsanir og samlíkingar mínar
og að þær mættu leiða til gleggri
skilnings á markmiði skóla-