Blik - 01.04.1959, Side 5
B L I K
3
starfsins. Við reynum eftir
mætti að nesta ykkur af þekk-
ingarmolum til fjallgöngunnar
miklu. Meira' en molar verða
það ekki, en þeir geta orðið ykk-
ur til ómetanlegrar undirstöðu,
ef þið reynist sjálf gædd vilja,
dug og dáð til þess að halda
þar áfram, sem við endum, og
hefja lestur góðra og fróðlegra
bóka. Látið skaðræðisritin
liggja kyrr og ókeypt í búðunum
og notið nokkurn hluta af tekj-
um ykkar til kaupa á góðum
bókum. Þær verða margar vinir
ykkar, sem þið lærið að meta og
getið skipt geði við, þegar ykkur
langar til. Það eir gullvægur
sannleiki, að góð bók er gulli
betri. Jafnframt vildi1 ég mega
óska ykkur þeirra lífsgæða, að
þið lærðuð að meta starfið, elska
vinnuna, öðlast vinnugleðina.
Það er ömurleg sjón að sjá þá
menn vinna, sem engan' hafa
áhuga á starfinu, en hanga við
það og hugsa eingöngu um að
tíminn líði og þeir fái sem mesta
peninga fyrir sem minnsta
vinnu. Þannig skapast vinnu-
svikin, sem nú eru svo alltof al-
geng í þjóðfélaginu okkar. Slík
vinnubrögð deyða allan vísi að
vilja og tortíma manndómi. Þau
eru brot á siðgæðisreglum af
því að þau eru svik í viðskiptum.
Asni, sem vinnur, er hátign hjá
lötum manni eða vinnusvikara.
Okkur mönnunum er lífsnauð-
syn að setja okkur góðar og
fastmótaðar siðgæðisreglur, sem
við ekki víkjum frá. Þær verða
okkur svo leiðarsteinninn á lífs-
leiðinni. Ef við virðum þær og
höldum, móta þær okkur og á-
vinna okkur traust meðbræðr-
anna, af því að þeir þekkja okk-
ur af lífsreglum okkar og vita
þessvegna nákvæmlega, hvernig
við munum bregðast við hinum
ýmsu fyrirbrigðum 1 samlífinu.
Hinn, sem engar setur sér sið-
gæðisreglurnar, er háður duttl-
ungum sinnar eigin skapgerðar
og veðrabrigðum þar. Honum er
ekki að treysta. Sv(ik í dag,
heiðarleiki á morgun og aftur
svik.
Ef þið setjið ykkur góðar og
fastar siðgæðisreglur, efla þær
með ykkur manndóm og vilja,
gera ykkur að siðgæðislega
traustum viljamönnum. Þeim
ungmennum, sem sést yfir þetta,
hættir við að verða veifiskatar
eða einskonar vogrek, eða, ef
við höldum samlíkingunni, villu-
ráfandi fjallgöngufólk, sem
virðist ár og lækir renna upp á
við og heldur að undanbrekku-
gangan leiði að lokum á tind
fjallsins. Og það er ekkert
leyndarmál, nemendur mínir,
að hinar fáu og glöggu skóla-
reglur okkar hér eru öðrum
þræði eilítill vísir að siðgæðis-
reglum og lífsreglum. Ef þið
lærið að virða skólareglumar og
fara nákvæmlega eftir þeim,
eflist þið að siðgæðislegum vilia,