Blik - 01.04.1959, Síða 6
4
B L I K
sem býr ykkur undir annað
meira, sem mætir ykkur á lífs-
leiðinni.
Duglegi æskumaðurinn, táp-
mikla ungmennið, sem þráir að
beita kröftum sínum, setur sér
snemma markmið í lífinu. Hug-
ur og líkami þrá átök. Þessir
tápmiklu æskumenn, piltar og
stúlkur, vinna verk sín af at-
orku og manndómi, hvort sem
þeir beita sér að bóknámi eða
líkamlegri vinnu.
Ég minnist þeirra tíma, er við
hér höfum lokað skólanum
niokkra daga á vertíð, þegar
meiri afli hefir borizt hér á land,
en venjulegt vinnuafl í bænum
megnar að vinna úr góða mark-
aðsvöru. Þá höfum við beitt því
vinnuafli, sem við hér höfum
yfir að ráða til þess að reyna
að bjarga stórkostlegum verð-
mætum frá skemmdum.
Aldrei hefi ég vitað fólk al-
mennt ganga að starfi sínu með
meiri og innilegri vinnugleði en
nemendur mína þá.
Mjög oft eru það duglegustu
nemendurnir í bóknáminu, sem
einnig reynast liðtækastir við
líkamlegu störfin. Þar fara sam-
an námsgáfur og vinnugleði,
sem raunar bæta hvort annað
upp eins og brauðið, smjörið og
áleggið í malpokanum. Oft sýna
líka litlu námsmennirnir mikið
vinnukapp og mikla vinnugleði
við líkamlegu störfin. Þar hafa
þeir hlotið verulega gott nesti í
vöggugjöf, sem verður þeim
giftudrjúgt og þjóðfélaginu til
gagns og gæfu, þá tímar líða.
Miklar og góðar námsgáfur
eins og það orð er venjulega
skilið, er mikil og góð guðsgjöf.
En hefði ég sjálfur fengið að
velja hinar ákjósanlegustu og
þó takmörkuðu guðsgjafir til
handa börnum mínum, hefði ég
kosið þeim vinnugleði og vilja-
þrótt, dugnað og siðgæðisstyrk,
en þá minna af hinum svoköll-
uðu námsgáfum. Ég þekki sem
sé, ykkur að segja, svo marga
afburða námsmenn frá skóla-
árum mínum bæði hér heima og
1 Noregi, sem lítið hefir orðið
úr af því að viljann og dugn-
aðinn skorti og siðgæðislega
kjölfestu. Allt of margir þeirra
hafa af þeim sökum haft lítið
út úr fjallgöngunni miklu,
hvorki fengið að njóta þar uppi
sólar eða fagurjs útsýnis, ag
sumir þeirra jafnvel villzt 1
gljúfur og gjár þjóðlífsins sök-
um skorts á siðgæðislegri kjöl-
festu.
Þið kannist við storkunarorð-
in: Uss, þorir ekki. Hvítvoðung-
ur mömmu sinnar. Pelabarnið
hans pabba síns. Hræddur vesa-
lingur. Kjarklaus skræfa. Þorir
ekki að lykta af tóbaki, hvað þá
neyta þess Þolir ekki eina skeið
af áfengi fremur en hænuhaus.
Uss, ræfill.
Já, þið kannist við storkunar-
yrðin. Athugið það, nemendur