Blik - 01.04.1959, Page 8
6
B L I K
mennahóps eru öfl, sem þarf
sérstakrar gæzlu við. Vonandi
standa þeir fáu unglingar til
bóta um sjálfsstjórn og fram-
komu. Að minnsta kosti hlýt ég
að vona það, því að annars fer
illa fyrir þeim. í skólastarfi
þessu mega þeir blessaðir ungl-
ingar vita það, að hrísinn er
aldrei langt frá eplinu. Ég vildi
mega óska þeim þess, að þeir
mættu njóta gómsætu eplanna
sem allra lengst og til vandarins
þyrfti aldrei að grípa.
Og til ykkar, nemendur mínir,
sem brátt skráist héðan á braut
eftir fjögurra vetra nám, vildi
ég segja þetta: Þið eruð að
mörgu leyti vel búin undir f jall-
gönguna miklu, ef þið byggið
með hug og dug á þeim
undirstöðum, sem þið hafið
hlotið hér.
Og þið hafið með framkomu
ykkar sannað það, að bezta
eign hvers skóla eru þeir nem-
endur, sem gæta sóma síns og
skólans í hvívetna og um leið
heiðurs og sóma foreldra sinna
og heimilis.
Ungir Akurnesingar hafa get-
ið sér mikinn og góðan orðstír
fyrir sigursæld í knattspymu.
Fyrir þá frækni hafa þeir hlot-
ið verðskuldaða viðurkenningu í
bæjarfélagi sínu. Þið hafið einn-
ig unnið glæsilegan „knatt-
spyrnusigur“ á vettvangi sjálfs
mannlífsins. — Á s. 1. vori fóruð
þið hópferð til Skotlands með
v.s. Gullfossi. Eftir heimkomu
ykkar barst mér bréf frá skip-
stjóranum, Kristjáni Aðalsteins-
syni. Bréf þetta er sigurvottorð
ykkar.
Þar segir um ykkur:
.....„Ég vil ennfremur taka
það fram af fyllstu hreinskilni,
að mér féll vel við þennan ung-
mennahóp. Háttprýði og hegðun
þeirra var í alla staði með mesta
sóma, það ég bezt veit. Sömu-
leiðis er ánægjulegt að sjá svona
heilan hóp, sem hvorki reykir
eða neytir áfengis. Ég hefi trú
á, að góð mannsefni hafa verið
þarna á ferð, sem eiga eftir
að verða þjóð okkar og landi til
sóma. Svo vil ég Ijúka þessum
línum með því að óska yður,
herra skólastjóri, og skóla yðar
alls hins bezta í framtíðinni, og
væntanlega eigið þér eftir að
útskrifa marga slíka ágætis-
hópa eins og þennan, sem ég
hafði hin góðu kynni af......
Yðar einlægur
Kr. Aðalsteinsson
M.s. GULLFOSS.
Þetta vom þá orð skipstjór-
ans. „Og þetta er að kunna vel
til verks og vera lands síns
hnoss“, nemendur mínir. Og víst
er það engin tilviljun, að Krist-
ján Aðalsteinsson hefir verið
valinn til þess að vera skipstjóri
á fánaskipi íslenzka millilanda-
flotans. Það er auðheyrt á bréf-