Blik - 01.04.1959, Page 9
B L I K
7
inu, að hann er meira en venju-
legur skipstjórnarmaður og sjó-
maður. Honum er það ljóst, að
hin fámenna íslenzka þjóð þarf,
ef svo mætti segja, valinn ein-
stakling í hvert rúm þjóðfélags-
ins, hvert rúm á þjóðarskút-
unni.
Og fyrsta von þess og vottur,
að unglingurinn muni skipa þar
vel sitt rúm er það, að hann
temji sér snemma siðlega og
háttsama framkomu og reglu-
semi.
Við þökkum skipstjóranum á
Gullfossi fyrir þessi orð og góð-
ar óskir og alla þá ágætu aðbúð,
sem þið nutuð á hinu góða og
glæsilega skipi. Ég veit, að
minning ykkar frá þeirri ágætu
ferð mun lengi geymast í hug
ykkar. Ennfremur veit ég og
vona, að þið haldið fast og lengi
við þá háttsemi og þá reglusemi,
sem skipstjóri og sjálfsagt ýms-
ir menn hans hafa dáðst mest
að í fari ykkar. Ef þið reynist
þar staðföst og dygg, verður
það veganesti ykkur bæði dr júgt
og f arsælt í f jallgöngunni miklu.
Þ. Þ. V.
Gjafir til Gagnfræðaskólans
1 vetur færðu tveir nemendur
Gagnfræðaskólans honum merk-
ar bókagjafir. Atli Ásmundsson,
Gjábakka, gaf fjórar enskar
bækur. Þær eru þessar:
1) Indians of the America,
(myndir og frásagnir af lífi
Indíána í Ameríku).
2) The Book of Fishes (mynd-
ir og skýringar).
Báðar þessar bækur eru vís-
indarit og gefnar út af Nation-
al Geographic Society í Was-
hington.
3 og 4) Tvær málverkabæk-
ur, myndir af frægum listaverk-
um.
Halldór B. Árnason í Skála
gaf skólanum Fjölfræðibókina,
þýdda af Freysteini Gunnars-
syni, skólastjóra, og gefna út
af Sétbergi. Hið ágætasta fræði-
rit.
Ég þakka þessum nemendum
báðum af fyllstu alúð gjafmild-
ina og ræktarsemina við skól-
ann. Bækur þessar eru mjög
verðmætar handbækur kennur-
um og fróðleikslindir bæði þeim
og nemendum.
Þ. Þ. V.
©-------------
Spaug
Mamma: Hvað amar nú að
þér, góði minn?
Addi: Æ, mamma .rottugildr-
an hljóp á tána á mér.
Mamma: Það var þér mátu-
legt. Þér er nær að vera ekki
með nefið ofan í öllu.