Blik - 01.04.1959, Page 44
42
B L I K
ana. Niðurlæging og eymd ís-
lenzku þjóðarinnar reið þá ekki
við einteyming.
Sízt voru íbúar Vestmanna-
eyja nein undantekning í þess-
um efnum né frábrugðnir öðrum
landsmönnum um vanrækslu
dyggða og dáða á niðurlæging-
ar- og sultartímunum nema síð-
ur væri, enda mun sulturinn og
fátæktin á öllum sviðum hvergi
hafa sorfið jafn óskaplega að
sem 5 Vestmannaeyjum á ein-
okunaröldinni. OIli þar miklu
um landþrengslin og einangrun-
in, en þó mest þeir sérsamning-
ar, sem konungsvaldið gerði
jafnan við einokunarkaupmenn-
ina um leigu á Eyjunum. I raun-
inni var þeim þar í lófa lagt
sérstakt vald til að hlunnfara
Eyjabúa og reyta þá inn að
skinní, svo og þá sunnlenzka
bændur og búaliða, sem leituðu
sér bjargar úr sjó á vertíðum í
Vestmannaeyjum
Vegna allrar aðstöðu gátu
dönsku kaupmennirnir hvergi
betur fylgt fram þessum al-
gengu hótunum, sem hvarvetna
svifu yfir eins og skuggavaldur
eða myrkur andi:
Því aðeins færðu snæri í færi,
að þú lútir mér og þjónir og
fómir hagsmunum mínum svo
og svo miklu af starfsorku
þinni. Annars skaltu svelta. Og
reynir þú að fara á bak við
mig eða koma þér undan valdi
mínu og rétti, t. d. með því að
kaupa snæri í færi af erlendum
sjómönnum, læt ég þjóna kon-
ungsvaldsins hremma þig fyrir
brot á konunglegum lögum og
senda þig á Brimarhólm til
þrælkunar.
Mundi ekki svo undirokuðum
feðrum og öðrum aðstandend-
um barna vera annað ríkara í
huga en að veita þeim fræðslu
eða skilyrði til hennar og auk-
ingar þekkingar? Ofan á sultinn
og seyruna, eldiviðarleysið,
kuldann og hýbýlaómenninguna
í margskonar myndum bættust
sem sé kvaðir konungs og kaup-
manna, skylduvinnan endur-
gjaldslaus, sem var fólgin í sjó-
sókn á konungs- og kaupmanna-
skipum, vinnu við konunglegar
húsbyggingar (sjá samning um
byggingu Landíakirkju, sem
birtur er í Bliki 1958), öflun
heyja o.fl. o.fl., allt án tillits
til efnahags heimilanna.
Svo segir um Vestmannaeyj-
máli en annars tíðkaðist, enda
fylgdu konungsbátar og önnur
hlunnindi með í leigunni. Þessi
tilhögun hélzt síðan óbreytt um
kveðnu gjaldi af vissum tekjum,
en óvisaum tekjum eftir reikn-
„Skyldu leigunautar hafa eyj-
arnar með öllum sköttum og
þeir árlega greiða konungi 400
ar í bók Jóns Aðils um Einok-
dali. Var það miklu hærri leigu-
unarverzlun Dana á Islandi:
skyldum og svara konungi á-
mgi, og af verzluninni skyldu