Blik - 01.04.1959, Side 46
44
B L I K
kostnað manndóms og giftu ís-
lenzku þjóðarinnar.
Jón Árnason biskup hafði
mikinn hug á fræðslumálum og
skrifaði stjórninni varðandi
þau. Sendi hann henni mark-
verðar tillögur um þau, en allt
kom fyrir ekki. Konungsvald-
ið og stjómarherrarnir við Eyr-
arsund vildu ekkert gera og
engu fórna til þess að hefta
þann andlega uppblástur, sem
sífellt fór í vöxt með íslenzku
þjóðinni á 18. öld.
Um aukna fræðslu barna svo
og minnkandi brennivíns- og tó-
bakssölu varð Jón biskup að
láta í minni pokann. Hann dó
1743 án þess að sjá nokkurn
árangur vilja síns og skrifa um
þau mál.
Ýmislegt má lesa á milli lín-
anna um menningar- og efna-
hagsástand þjóðarinnar í kvört-
unarbréfi Jóns biskupis til
stjómarinnar.
Bréfið veitir glöggum lesanda
nokkra hugmynd um skilyrði
íslenzks æskulýðs til mennta og
menningar um miðja 18. öld,
þegar stórhuga hugsjónamenn
og barnavinir í Vestmannaeyj-
um brjótast í því að stofna þar
og starfrækja bamaskóla.
Jón biskup telur það hall-
kvæmast íslenzku þjóðinni, að
„hin ágæta list að lesa og skrifa
geti færzt í vöxt og útbreiðzt."
„1 fljótu bragði sagt“ segir
biskup,. „sýnist það mjög æski-
legt, að einn slíkur skóli (þ. e.
barnaskóli) væri stofnaður í
hverri sýslu. En að stofna slík
kennsluhús og halda þeim við
sem þarf: — sjá skólameist-
aranum fyrir fæði, klæðum og
þjónustu, — til þess finn ég eng-
in ráð, því (að) hvervetna ríkir
slík fátækt. ekki einasta hjá al-
þýðumönnum heldur og hjá
embættismönnum (að fáum
undanteknum), að þeir eiga
ekkert aflögu til að koma á
stofn og halda við slíku þarfa
fyrirtæki. Stafar það mest af
þeim drykkjuskap, sem ríkir hér
á landi, og eyðslu samfara hon-
um, því (að) það, sem aflögu
er, fer hjá þeim 1 brennivín, og
fara þeir þannig með guðs bless-
aðar gjafir honum til vanþókn-
unar og sér til ógæfu.“ Þetta
voru orð Jóns biskups Áma-
sonar um menningarástand Is-
lendinga og fjárhagslega getu
um miðja 18. öldina.
Sízt munu Eyjabúar hafa ver-
ið einhver undantekning 1 þess-
um efnum, svo ötulir vom
dönsku einokunarkaupmennirn-
ir að flytja inn brennivín til
Vestmannaeyja og selja það
Eyjabúum. Þar um vitna inn-
flutningsskýrslur þeirra. Lík-
lega hefur fátækt fólks hér á
landi á þessu tímaskeiði hvergi
verið meiri eða átakanlegri,
enda fækkaði fólki um nálega
helming í Eyjum 18. öldina. Þar
bjuggu um 330 manns 1703, en