Blik - 01.04.1959, Síða 51
B L I K
49
upa, prófasta og presta að láta
öll íslenzk börn læra fræði Lúth-
ers utan að og ganga úr skugga
um, að því væri hlýtt með því
að húsvitja tíðum heimilin.
Skyldi þa presturinn láta börnin
lesa og hvetja foreldrana til að
kenna þeim eða láta kenna þeim
lestur og kristinfræði. Oft munu
þá prestar eins og jafnan síðar,
hafa getað greitt götu foreldr-
anna um útvegun bóka, ef þess
var nokkur kostur. Með þessu
merka bréfi er prestastéttinni í
raun falið að sjá um uppfræðslu
æskulýðsins.
Svo liðu 100 ár. Með lögboði
konungs 13. jan. 1735 varð
ferming barna lagaleg skylda.
jafnframt var bannað að ferma
börn, ef þau hefðu ekki áður
aflað sér nauðsynlegrar þekk-
ingar í kristnum fræðum. Þetta
voru markverð lagaboð, því að
með þeim var lagður grundvöll-
ur að barnafræðslu síðari tíma.
Hver ungur prestur, sem tók
við embætti og gegna vildi köll-
un sinni af alúð og kostgæfni,
var sér þess meðvitandi, hvaða
skylda og starf beið hans varð-
andi fræðslu barnanna. Svo mun
og hafa verið um séra Grím
Bessason, hinn 25 ára gamla
djákna á Skriðuklaustri, sem
hugði nú á prestvígslu. Hann
vígðist til Ofanleitis í Vest-
mannaeyjum í ágúst 1745.
Lögboðun fermingar olli því,
að áhugi fór yfirleitt vaxandi
með þjóðinni á fræðslu barna og
unglinga. Ýmsar raddir tóku að
heyrast um tilfinnanlega vöntun
á barnaskólum til þess að efla
kristindómsfræðsluna og að-
stoða foreldrana eða létta undir
með þeim. Þannig kvartar séra
Ólafur Gíslason, prófastur í
Odda, síðar biskup, (d. 2. jan.
1753) um tilfinnanlegan skort á
barnaskólum í landinu, þar sem
prestar geti ekki sökum fátækt-
ar tekið börnin að sér til fræðslu
og fjölmargir foreldrar ólæsir
með öllu.
Vorið 1744 (29. maí) kom út
ný konungleg tilskipun um krist-
indómsfræðslu æskulýðsins á
Íslandi, en lýkillinn að þeim
fræðum eða undirstaðan var
lestrarkunnátta. Heimilin skyldu
enn sem alltaf áður annast
kennsluna, en prestarnir hafa
eftirlit með henni.
Á Vallanesfundunum þetta
sumar hefur séra Harboe efa-
laust rætt við prestana um til-
skipun þessa og skýrt hana,
enda var hún sett að undirlagi
hans sjálfs.
Þessar tilskipanir og umræð-
ur á prestastefnum séra Har-
boes um fræðslu æskulýðsins
leiddu til þess, að margir prest-
ar létu þær óskir í ljós, að stofn-
aðir yrðu barnaskólar viðsvegar
um landið til aðstoðar heimilun-
um um lestrarkennslu barna, og
þá ekki sízt til eflingar krist-
indómsfræðslunni. Allar þær