Blik - 01.04.1959, Page 52
50
B L I K
frómu óskir köfnuðu þó brátt í
veraldarvolkinu og fátæktar-
baslinu, þegar heim kom.
Prestastéttina virðist hafa skort
úrræði til alls, andlegan þrótt
og fómfýsi, enda var stéttin í
heild næsta bágborin á þessum
nauðatímum þjóðarinnar og dá-
lítil spegilmynd af henni sjálfri.
Stéttin var yfirleitt illa að sér,
þó að þar væru nokkrar mjög
merkar undantekningar. Óregla
var algeng með prestum og
bókaskortur tilfinnanlegur.
Margir þeirra bjuggu við sár-
ustu fátækt og vonleysi. Aginn
á heimilunum var víða í lakasta
lagi, þrátt fyrir hörku og misk-
unnarleysi í uppeldinu, og jók
það að mun erfiðleika prestanna
um að fá heimilisfræðslunni
framgengt, svo að í lagi væri.
Á prestastefnunni í Skálholti
hefur séra Harboe skýrt fyrir
prestum, hvers hann hafði orð-
ið áskynja um lestrarkunnáttu
þjóðarinnar í Norðlendinga- og
Austfirðingafjórðungi, og til
hvaða ráða yrði að grípa til þess
að auka og bæta lestrarkunn-
áttu hennar og kristindóms-
fræðsluna hjá börnunum og þar
með fermingarundirbúninginn.
Hert skyldi á húsvitjunarstarfi
presta með nýrri konunglegri
tilskipun. Foreldrum, sem ein-
hvers voru megnugir fjárhags-
lega, skyldi gert að skyldu að
ráða til sín á heimilin vinnumann
eða vinnukonu, sem væri læs,
til þess að kenna börnunum lest-
ur, væru foreldrarnir ekki læsir
sjálfir.
Tilskipun konungs um þessi
atriði m. a. kom út tveim árum
síðar eða 1746 fyrir atbeina
séra Ludvigs Harboes. Frá þeim
tíma má líta á prestana sem lög-
skipaða lærifeður alþýðu manna
í landinu og umsjármenn með
fræðslu barna og unglinga.
Eftir því sem helzt verður
ráðið af heimildum, hafa Vest-
mannaeyjaprestar ekki setið
ráðstefnu séra Harboes í Skál-
holti í okt. 1744, enda samgöng-
ur helzt engar við meginlandið,
þegar svo liðið var á haustið,
brim við sanda og veður válynd.
En ýtarlega skýrslu sendu prest-
amir séra Harboe. 1 henni bára
þeir m. a. fram kvörtun um til-
finnanlegan skort á guðsorða-
bókum í prestaköllunum í Vest-
mannaeyjum. Þar voru þá 289
sálir, 84 læsir og 205 ólæsir. Árið
áður voru þar 157 sjómenn að-
komandi. Þessir mörgu aðkomu-
menn leiða af sér óreglu, segja
prestamir. Þeir leggja til m. a.,
að fáfróðum sé bannað að gift-
ast. Það skyldi sem sé verða
svipan á það unga fólk, sem
hvorki hirti um að læra lestur né
undirstöðuatriði kristindómsins.
Öllmn í Eyjum skyldi gert að
skyldu að kaupa guðsorðabæk-
ur. Ennfremur óska þeir eftir,
að gefin sé út einskonar siðabók,
þar sem foreldrum, húsbændum,