Blik - 01.04.1959, Síða 53
B L I K
51
hjúum og börnum er sagt,
hvernig þau eigi að breyta.
Þetta ár voru í Árnessýslu
5030 sálir, þar af 1178 læsir eða
rúmlega 23%. I Rangárvalla-
sýslu voru 4600 sálir. Þar af
læsir 1291 eða um 28%. í Vest-
mannaeyjum reyndust 29 %
læsir. 1 Skaftafellssýslu vestri
var ástandið sízt betra.
Hafi Vestmannaeyjaprestar
ekki fengið skýrslu frá séra
Harboe eða ýtarlegt svar eftir
dvöl hans í Skálholti, þá hafa
þeir að minnsta kosti fengið ná-
kvæmar fréttir af prestafundin-
um á næstu vertíð, þegar sam-
göngur við Eyjar jukust mjög
og vertíðarfólk flykktist þangað
unnvörpum og bréf bárust með
því.
Að sjálfsögðu hefur séra
Guðmundur Högnason vitað
gleggst og skilið bezt ástandið
í fræðslu- og efnahagsmálum
Eyjabúa, svo gáfaður og fróður,
sem hann var og viðsýnn. Svo
að segja allir voru þar öreigar,
sem engin höfðu efni á að hafa
vinnumann eðavinnukonumeðal
annars til þess að kenna börnum
lestur. Sjálfir voru foreldrarnir
að miklum hluta ólæsir.
Engan f járhagslegan styrk
var að fá úr fjárhirzlum kon-
ungs til fræðslumála. Engin
fjárframlög fáanleg nokkurs
staðar hér heima utan sveitar.
Og hreppurinn haf ði nóg með að
framfæra hina mörgu örsnauðu,
sem þar voru á framfærslu.
Rúmum 40 árum fyrr en hér um
ræðir hafði verzlunaráþjánin
og illt árferði þjarmað svo að
Eyjabúum, að nálega sjötti hver
íbúi þar var sveitlægur eða lifði
á betli og snöpum, úrgangi fisks
eða hálfgerðu óæti.*
Á þeim árum, er séra Harboe
var hér (1741—1745) eða
nokkru síðar höfðu 52 bændur
grasnytjar í Evjum. Þar af voru
aðeins 5 bændur svo efnum bún-
ir, að þeir greiddu skatt. Hinir
sagðir ,,mjög fátækir og vesæl-
ir“, samanber skrif 7 Eyja-
bænda árið 1749. Þá geisaði gin-
klofinn í Eyjum. Að öllum lík-
indum var hann þó ekki eins
skæður og síðar á öldinni,
þegar nálega 3 af hverjum 4
börnum dóu úr honum stuttu
eftir fæðingu. Húsakynni Eyja-
búa voru með þeim allra aum-
ustu, sem þekktust hér á landi,
og er þá nokkuð sagt. Eldi-
viðarleysið hafði lengst af
amað Eyjabúa og svo hýbýla-
kuldinn í kjölfar þess.
Mörg árin hrökk rekaviður-
inn skammt. Þá voru notuð
þurrkuð fiskbein, spílur, fýla-
vængir, grútur og svo hrossa-
taðið úr haganum. Mór fannst
hvergi. Þetta var hið dag-
lega eldsneyti til þess að elda
* Siá manntalið 1703.