Blik - 01.04.1959, Síða 54
52
B L I K
við matinn og hita upp timbur-
og torfhreysin.
Sökum skorts herjuðu hörg-
ulsjúkdómar Eyjabúa á vissum
tímum árs. Fólkið þjáðist af
vatnsbjúg og skyrbjúg. Það f ékk
sár og bletti á handleggi, hend-
ur og fingur, sem það þjáðist
mikið af. Mörg árin voru skyr-
bjúgur og ginklofi algengustu
dauðaorsakimar.
Á vertíðum vom þrengslin ó-
skapleg 1 torfhreysunum, daun-
illum og loftlitlum, þegar ver-
tíðarfólkið þrengdi sér þar inn.
En Eyjabúar fengu mat með að-
komufólkinu, skinnavöm og ull,
og það var fyrir öllu. Þarna fór
fram verzlun, þar sem leigt var
húsnæði um vissan tíma árs fyr-
ir nauðþurftir til að seðja sár-
asta hungrið og afla hráefnis í
plögg, klæði og sjóföt. En menn
fundu ekki svo mjög til þrengsl-
anna, því að hjartarúmið var
mikið og góðvildin og hjálpsem-
in áttu sér lítil takmörk milli
Eyjabúa annarsvegar og bænda
og búaliða í nágrannasveitum
Suðurlandsins hinsvegar. Rætur
þessa mun að finna í hinni of-
urhörðu lífsbaráttu og sameig-
inlegri undirokun. Ættartengsl
koma og til greina.
Hér að framan hefur verið
gefin eilítil hugmynd um afkomu
og menningarástand Eyjabúa
um þær mundir, er prestarnir
þar gerðust brautryðjendur í
fræðslumálum hér á landi og
stofnuðu og starfræktu barna-
skóla til hjálpar umkomulitlum
og veikluðmn börnum í sóknum
sínum. Hér þurfti kjark og karl-
mennsku til, eins og allt var í
pottinn búið. Fyrst og fremst
þurfti þó mikla fómarlund og
einlæga samúð með hiniun líð-
andi börnum og bjargarvana
bæði til fæðis, klæðis og bókar,
svo að þessu mikla framfara-
máli yrði hrint í framkvæmd. Og
Eyjabúar áttu þá líka nógu
marga ágætismenn til þess að
rétta prestunum fómandi hjálp-
arhönd og taka að sér kennslu
og önnur störf í skólanum,
f óma börnunum húsnæði og hita
af lítilli getu til þess að líkna og
koma þjóðþrifamáli í fram-
kvæmd.
Þá komum við að sjálfum und-
irbúningi skóJastofnunarinnar.
Séra Illugi Jónsson Ólafssonar
prests að Fellsmúla fékk Ofan-
leiti síðast á árinu 1733. Hann
fluttist til Eyja í júní 1734 og
var þar prestur í rétt 10 ár.
Hann lenti í illskeyttu karpi við
sóknarfólk sitt í Eyjum og þó
sérstaklega aðkomna vertíðar-
menn. Hann virðist hafa orðið
að láta í minni pokann í þeim á-
tökum, kærði til biskups, gerði
einskonar kaupkröfur, hlaut á-
minningu hans, sem síðan varð
orsök lítilsvirðingar og jafnvel
spotts í hans garð í Eyjum. Séra
Illugi hafði af þessum sökum
lítinn hug á framfaramálum