Blik - 01.04.1959, Side 57
B L I K
55
eða 43 árum eftir að hann hætti
skólastarfinu, getur prestur
þess í kirkjubókinni: „. . bóndi
og hreppstjóri fyrr meir á eynni,
samt (þ. e. einnig) barnaskóla-
meistari."
Á þeim árum, sem Filippus
Eyjólfsson var aðalkennari
barnaskólans, var prófastur
hinn ánægðasti með kristin-
dómsfræðsluna 1 Eyjum. Árið
1747, 13. júlí, vísiterar prófast-
ur Eyjarnar. Þá lét hann bóka
þetta m. a.: „Því næst var ung-
dómurinn yfirheyrður og fannst
hann vel og guðrækilega upp-
fræddur í sínum kristindómi.“
Sumarið eftir (1748) er hann
einnig hinn ánægðasti með upp-
fræðingu barnanna í Eyjum.
Þá segir hann: „... . bamalær-
dómnum er vel fram fylgt.“
Sumarið 1748 hvarf góður
starfskraftur úr Eyjum, þar sem
var sér Grímur Bessason að Of-
anleiti. Hugur hans leitaði æsku-
stöðvanna á Austurlandi eða ná-
grennis þeirra, og fékk hann
veitingu fyrir Ási í Fellum
haustið 1747 og fluttist sem sé
þangað sumarið eftir. Það ár
lagðist niður barnaskólahald í
Eyjum um skeið eða um tveggja
ára bil. Þessi þrjú ár hafði Filip-
pus bóndi fómað skólamun
meira af tíma og efnum en hann
hafði raunar haft tök á. Hvert
hlé frá daglegu striti og hverja
hvíldarstund hafði hann notað til
að fræða börnin og hjálpa þeim.
Þegar svo prófastur vísiterar
Vestmannaeyjar sumarið 1749,
kemur annað hljóð í strokk
hans. Þá hafði skólinn ekki
starfað undanfarið ár. Þá mætir
hann almennum kvörtunum
Eyjabúa yfir þessari miklu aft-
urför, sem orðin var, með því
að ekki reyndust ráð að reka
skólann sökum örbirgðar á öll-
um sviðum í hreppnum. Þessari
almennu umkvörtun Eyjabúa
svarar Sigurður Jónsson, próf-
astur, á þessa lund: „Um fátækt
þeirra barna, sem em á upp-
fræðingaraldri er kvartað, hvar
til prófasturinu svarar, að hann
geti þar ei við ráðið. Leggur til,
að þeir, sem nokkur ráð og efni
hafa, vilji af guðlegri meðaumk-
un taka sig saman og haldast í
hendur og gefa einn fisk eða
fiskvirði þeim til uppfræðingar.
Það kynni að draga sig saman
og með tíðinni að verða þeim til
einhvers góðs. Sér (hann) enga
líklegri til að sjá fyrir þessu en
æruverðuga sóknarherrana (þ.
e. prestana), sem mikið kost-
gæfnir finnast í því sem öðru
verki sinnar köllimar . . “. Þrátt
fyrir þessa eggjan prófasts, sáu
prestarnir sér ekki fært að
stofna til skólahalds í Eyjum
haustið 1749 og leysa þannig úr
vandræðum Eyjabúa um lestr-
arkunnáttu barnanna og krist-
indómsfræðslu.
Sumarið 1748 fluttist séra
Benedikt Jónsson frá Sólheima-