Blik - 01.04.1959, Qupperneq 58
56
B L I K
þingum til Ofanleitis. Hafði
hann fengið veitingu fyrir því
árið áður. Séra Benedikt Jóns-
son var prestur lærður vel, skáld
gott, gestrisinn glaðværðarmað-
ur og oft hrókur alls fagnaðar.
Séra Jón Steingrímsson getur
hans vel og nokkuð ýtarlega. En
fátækur var séra Benedikt og
tekjurýr eins og séra Guðmund-
ur embættisbróðir hans á
Kirkjubæ. Það var til séra Bene-
dikts ekkert síður en til séra
Guðmundar, sem prófastur
beindi eggjunarorðum sínum
við vísitasíuna sumarið 1749.
Sumarið 1750 er svo aftur
hafizt handa um að endurreisa
barnaskólann. Það sumar, 16.
ágúst, undirrituðu málsmetandi
menn í Vestmannaeyjum samn-
ing innbyrðis og við umboðs-
manninn þar sem m. a. var af-
ráðið, hvemig fá skyldi afl
þeirra hluta, sem framkvæma
skyldi, þ. e. afla fjár til skóla-
rekstursins. Skyldi umboðsmað-
ur konungs leggja fram árlega
úr eigin vasa 4 mörk til skólans
eins og áður, og prestarnir og
fátækrasjóður til samans annað
eins. Þá skyldu og þeir foreldr-
ar, sem einhvers voru megnugir
fjárhagslega, greiða fyrir hvert
barn sitt 4 mörk í kennslugjald.
Síðast skyldi svo leggja skatt
á hvern róður, þegar einn fiskur
eða meira gæfist í hlut. Fleiri
tekjuliði var gert ráð fyrir að
skólinn hefði. (Sjá bréf Finns
biskups Jónssonar hér síðar).
Sniðið á rekstri skólans mun
hafa verið svipað og áður.
Reksturinn var fyrst og fremst
grundvallaður á fórnarlund
nokkurra einstaklinga, þrátt
fyrir þessa tekjuliði, sem flestir
voru háðir veðrabrigðum at-
vinnulífsins ,afla úr sjó.
Nú gerast fleiri bændur en
áður styrktarmenn og starfs-
menn skólans. Má þar nefna
Guðmund Eyjólfsson, kóngs-
smið og bónda í Þórlaugargerði,
þann, er síðar setti þakið á hina
nýju steinkirkju Eyjabúa, nú-
verandi Landakirkju. Þá ber að
nefna Guðmund Pálsson, bónda
í Norðurgarði. Síðast en ekki
sízt voru það meðhjálpararnir
Bjarni Magnússon, bóndi í
Norðurgarði og Nathanael Giss-
urarson bóndi að Vilborgar-
stöðum, sem báru hitann og
þungann af kennslustarfinu.
Sérstaklega hinn síðarnefndi.
Við visitasíu prófasts 27. júlí
1758 getur hann þess, að „æru-
prýddur klukkarinn (þ.e. hringj-
arinn) Bjarni Magnússon fær
góðan vitnijsburð hjá sóknar-
herrunum að hann uppfræði
sveitarbörnin eftir hans standi.“
Svo verður það skilið, að þá
hafi Bjarni bóndi Magnússon
kennt sveitarbömunum í Eyjum
veturinn 1757—1758 og frætt
þau eftir því sem vonir gátu
staðið til um óskólagenginn
mann, óbreyttan bónda.