Blik - 01.04.1959, Page 59
B L I K
57
Na thanael Gissurarson var sá
maðurinn, sem lengst starfaði
við skólann eða samtals á annan
áratug. Hann fómaði honum
öllum tíma, sem hann mátti
missa frá daglegum önnum og
lífsbaráttu, enda verður ekki
annað séð en að skólinn leggist
með öllu niður, þegar hann fell-
ur frá. Hann var þriðji aðal-
kennari skólans á eftir þeim
Filippusi Eyjólfssyni og Bjama
Magnússyni.
Nathanael Gissurarson var
fæddur að Ofanleiti um 1700.
Hann var sonur séra Gissurar
sóknarprests að Ofanleiti Pét-
urssonar prests að Ofanleiti
Gissurarsonar. Séra Gissur
Pétursson skrifaði hina kunnu
og merku Vestmannalýsingu,
svo sem vitað er.
Móðir Nathanaels var Helga
Þórðardóttir prests á Þingvöll-
um Þorleifssonar. Hún var
seinni kona séra Gissurar.
Nathanael var aldrei settur til
mennta, en mun hafa notið
kennslu föður síns heima á Of-
anleit?, þar til hann dó (1713).
Ef til vill hefur fráfall föðurins
árið áður en Nathanael var
fermdur valdið því, að hann var
ekki sendur í skóla, því að efni
prestshjónanna munu hafa ver-
ið mjög af skornum skammti,
þegar sér Gissur féll frá, svo
sem algengajst var um Vest-
mannaeyjapresta.
Það átti sér þá stað, að prest-
arnir kenndu börnum sínum allt
að 5 ár fyrir fermingu, svo að
prestabörnin vom oft æði vel
að sér, þegar út í lífið var lagt,
ef gáfuð voru. Svo mun það og
hafa verið um Nathanael Giss-
urarson, sem var kominn af
miklum gáfuættum. Nefna má
það, að séra Þórður móðurfaðir
hans var bróðursonur Brynjólfs
Sveinssonar biskups og lærði
sjálfur hjá þeim frænda sínum.
I júnímánuði 1751 vísiterar
prófastur í Vestmannaeyjum.
Þá lét hann skrá þetta í bók
sína Eftir þetta aðspurði
prófasturinn æruverðuga sókn-
arherrana, hvílíkan ávöxt sá
ný-restitueraði (þ. e. endur-
reisti) barnaskóli færði hvar til
þeir báðir sameiginlega svöruðu,
að þeir fyndu af honum mikinn
og góðan ávöxt í barnanna upp-
fræðingu.“
Nú taka við hörð ár og hall-
æri. Prestarnir sjá sitt óvænna
um framlag sitt til skólans. Það
þyngist æ á fátækrasjóði vegna
aukinnar eymdar almennings.
Fiskileysi veldur því, að lítill
sem enginn fiskur er afhentur
til reksturs skólanum.
Árið 1753 er fiskafli alls stað-
ar bágborinn mest sökum gæfta-
leysis.
Árið 1754 er fiskafli hinn
aumasti allsstaðar.
1755 er öll nýting slæm sök-
um votviðra. Mikið fiskleysi
allstaðar bæði á vetrarvertíð og