Blik - 01.04.1959, Síða 61
B L I K
59
1) Uppkast þetta verður að
skrifa á dönsku, skrifa það
skýrri hendi og í umsóknar-
formi. Síðan skrifið þið undir
það.
2) Síðan skal prófasturinn
lesa það yfir og skrifa með því
ýtarlega greinargerð.
3) Gerð skal grein fyrir þvi,
hvað Hörmangarafél. (Comp-
aníið) og aðrir farmenn hafi
gefið skólanum árlega eða lagt
honum til, og skulu þar orðuð á
hinn allra auðsveipnasta hátt til-
mæli um, að það framlag mætti
haldast. „Þó verður það svo
nett í stíl að setjast, að það góða
companí ekki styggjast þurfi af
neinni sjálfskylduheimtan.“
(Svo orðar biskup það).
4) Eitt er það, sem mér er
ekki alveg ljóst, hvað þið eigið
við, þar sem þið ræðið um viss-
ar tekjur í bréfi ykkar fengið
með síðasta pósti, dags. 26. maí.
Ef þið eigið við jarðeignir, þá
er uggvænt, að það verði að litlu
liði, því að það mun eiga langan
aldur, að skólinn verði svo efn-
um búinn, að hann geti keypt
svo gagnlegar jarðir í nánd við
Vestmannaeyjar, að stórt muni
um afgjöld þeirra. Að f jarliggj-
andi jörðum er ekkert gagn. Að
sönnu hafna ég ekki öldungis
þessari hugmynd ykkar, en vil
biðja ykkur að skýra betur fyr-
ir mér, hvað þið eigið við.
Þetta svar sendi ég ykkur nú
undir eins, svo að ég geti fengið
svar ykkar, áður en alþingi
hefst eða á þingi.
Ég vildi óska, að þið fengjuð
með skipunum geðfellt og gott
svar varðandi stofnskrána, sem
þið senduð í fyrra sumar. Ber-
ist mér það, skal ég senda það
strax prófastinum.“
Á þessu bréfi er svo að skilja,
að prestarnir hafi sent danska
valdinu við Eyrarsund bréf árið
áður (1755) og uppkastið af
stofnskránni eða reglugerðinni.
Ef til vill liggur það bréf í
skjalasöfnum í Kaupmannahöfn.
Mér er að minnsta kosti ekki
kunnugt um það hérlendis.
Haustið 1756 tilkynnir biskup
prestunum í Vestmannaeyjum,
að hann sendi þeim 10 ríkisdali
af þeim 200 ríkisdölum, sem
„hans hátign“ hafi sent til þess
að úthluta fátækustu prestaköll-
unum. Tuttugasta hlutann af
því fé fengu sem sé Vestmanna-
eyingar. Eins og áður greinir,
hafði gos úr Kötlu staðið þá um
10 mánaða skeið, fiskleysi verið
afskaplegt undanfarin ár og
Hörmangarafélagið illræmda
hlunnfarið þjóðina um 13 ára
skeið. Ef til vill hafa prestarnir
samt notað einhvem hluta af
þessum 10 ríkisdölum til rekst-
urs barnaskólanum og biskup
einmitt ætlazt til þess.
Haustið 1756 (16. sept.) skrif-
ar biskup síðan hinu konunglega
eftirliti kirkjumálanna í Dan-