Blik - 01.04.1959, Síða 64
62
B L I K
kemur vart til greina að sam-
þykk ja byggingu slíks húss nema
það standi við prestssetrið.
2) Ég lít á sjóð þann, sem
laun skólameistara skulu greið-
ast úr, mjög ótryggan, ef skóla-
meistari á sjálfur að innheimta
féð í hann hjá húsbændum eða
feðrum barnanna. Það er nokk-
uð almenn vitneskja, að þrír
bændur af hverjum fjórum í
Vestmannaeyjum eta ekki sitt
eigið brauð heldur einokunar-
kaupmannsins. Þeir eru svo
djúpt sokknir í skuldafenið við
einokunarverzlunina, að skuldir
erfast mann fram af manni inn-
an fjölskyldnanna. Þarfnist þeir
einhvers til þess að kaupa fyrir
lífsnauðsynjar frá meginlandinu
eða tæki til fiskveiða, verða þeir
að fá það lánað í hinum svo
kallaða Danska garði. Með tilliti
til þess arna mundi það mjög
nauðsynlegt, að skólameistari
gæti hvert ár fengið laun sín
greidd hjá fulltrúa einokunar-
kaupmannsins, helminginn fyr-
irfram og hinn helminginn, þeg-
ar árið er liðið og launin að öllu
fallin í gjalddaga, en síðan færi
fulltrúinn launin greiðendum til
skuldar.
3) Prestarnir vilja víst, sam-
kvæmt 1. grein, að stúdent verði
gerður að skólameistara og rói
þó til fiskjar alla vertíðina sam-
kvæmt 9. grein. Það finnst mér
fráleitt. Sá, sem stundar sjó,
verfður, þegar ekki gefur, að
hirða um framleiðslu sína og
þurrka, ekki sízt í Vestmanna-
eyjum. Hvenær á hann þá að
kenna? Líklega í skammdeginu,
tímann fyrir vertíð. Á þeim
tíma dags geta börnin ekki farið
í skólann fyrr en klukkan 11 og
þaðan aftur klukkan 2. Geti þau
ekki haft nesti með sér í körfu
á handleggnum, eins og erlend-
is er siður, verða þau að vera
heima á venjulegum morgun-
verðartíma. Bezti tími ársins,
þegar dagar eru langir, notast
þannig ekki börnunum, þegar á
sjó gefur.
Eitt af tvennu kemur hér til
greina:
a) Velja hæfan mann fædd-
an 1 Eyjum eða í Rangárvalla-
sýslu. Sá hinn sami getur kom-
izt af með lægri laun og jafn-
framt stundað landbúnað og
sjósókn. Þá getur hann einnig
hvatt æskulýðinn í Eyjum til að
læra skrift og annað, sem horfir
til menningar og kref jast verður
af þessu kennaraembætti, í von
um, að geta þar síðar fengið
mann til þess að taka við
embættinu, þegar það losnar.
b) Ef stúdent yrði hinsvegar
ráðinn í starfið, þá á að láta
hann stunda það stöðugt án þess
að sækja sjó eða stunda önnur
framleiðslustörf.
4) Samkvæmt 8. grein eiga
bömin að koma í skólann kl. 9
að morgni. Það er ógerningur
frá Allraheilagramessu til