Blik - 01.04.1959, Síða 66
64
B L I K
lausan átroðning á eigið heimili.
Á sama tíma heldur Finnur
biskup Jónsson áfram að starfa
fyrir framtíð skólans. Hann
svarar amtmanni með bréfi
dags. 20. jan. 1758.1 bréfi þessu
leitast hann við að leiðrétta
ýmiskonar misskilning um
hugsjónina, sem læðzt hafði inn
í meðvitund amtmanns.
Hér verður aðeins birt laus-
lega efni bréfsins fært til nú-
tíðarmáls.
Biskup talar við amtmann
ýmist í þriðju eða annarri per-
sónu.
20. jan. 1758.
„Á síðastliðnu sumri fékk ég
bréf frá hans ættgöfgi, dags. 20.
ágúst, varðandi reglugerð prest-
anna í Vestmannaeyjum um
stofnun barnaskóla. Ég til-
kynnti prestunum efni bréfsins.
Síðan hefi ég hvorki fengið bréf
frá þeim eða svar, ef til vill
vegna þess, að þeir örvænta um
árangur af málaleitan sinni.
Ég gat heldur ekki í það sinn
skrifað þeim svo ýtarlega, sem
ég óskaði, sökum þess, að ég
hafði þá ekki reglugerðina hjá
mér, heldur var hún, að ég ætla,
hjá hans hágöfgi, því að mér
hefur hún ekki borizt í hendur,
síðan ég sendi yður hana, göfugi
herra, með bréfi mínu dags. 25.
júlí. Ef ég skyldi eitthvað geta
gert þessu máli til framdráttar,
vildi ég mega biðja um að fá
reglugerðina endursenda. Þegar
ég hefi fengið hana aftur, mun
ég gera allt, sem ég get þessu
mikilvæga og nauðsynlega
skólamáli til gengis. En því mið-
ur uggir mig, að árangurinn
verði harla lítill vegna ókunnug-
leika míns í Eyjum og f jarlægð-
ar frá þeim. Því að hver sá, sem
semja vill drög að tillögum í svo
mikilsverðu máli, verður að
þekkja vel staðhætti og kring-
umstæður á staðnum og dvelj-
ast þar, svo að hann geti vegið
og metið hvert atriði, leitað ráða
og orðið þess þannig áskynja,
hvar slaka skal á klónni og hve
rökfastur eða vanhugsaður mót-
blástur andstæðinganna er.
Annars hygg ég það kleift að
tryggja skólanum framtíð. 1
fyrsta lagi vegna þess, að hér er
ekki stofnað til neins skriftar-
eða barnaskóla, sem óvíða eru
nema 1 stórborgum og kaupstöð-
um, heldur er um að ræða lítinn
kristinfræðiskóla, sem samrým-
ist þörfum Vestmannaeyja, þar
sem börnunum er aðeins kennt
að lesa á bók, kennd kristin-
fræði og þá barnaspurningar.
Engin þörf er á stórri bygg-
ingu til þess, heldur aðeins
venjulegri og þægilegri bað-
stofu.
I öðru lagi: Slíkur kristin-
fræðiskóli hefur verið starf-
ræktur í Eyjum undanfarin 13—
14 ár, eða skólamynd, þar sem
vel læs og fróður almúgamaður
hefur veitt skólanum forstöðu