Blik - 01.04.1959, Síða 69
B L I K
67
upphæð lofi prestarnir úr eigin
vasa og hreppsstjórarnir úr fá-
tækrasjóði, eða 4 mörkum sam-
tals. — Þessi fyrsta reglugerð
barnaskólans virðist nú töpuð.
Þessu bréfi biskups virðist
amtmaður aldrei hafa svarað og
lagðist hann alveg á málið. En
biskup var ekki af baki dottinn.
Þegar hann tók að örvænta um
svar frá amtmanni, skrifaði
hann sjálfu kirkjuráðinu í Kaup-
mannahöfn, 13. ágúst 1758, og
beindi orðum sínum til sjálfs
einvaldsherrans, konungsins,
Þetta markverða bréf biskups
hefi ég þýtt vegna þess, hversu
þar er skýrt nákvæmlega frá
þeim ákvæðum, sem biskup og
Eyjaprestar höfðu að lokum
komið sér saman um að standa
skyldu í reglugerðinni, og hverju
að skyldi stefnt í skólastarfinu.
Hér er svo bréfið í samfelldri
heild:
Árið 1758.
Frumatriði um stofnun barnaskóla
í Vestmannaeyjum.
Voldugi einvaldur.
Allra mildasti erfðakonungur og
herra.
Eins og guðhræðslan er til allra
hluta nytsamleg, þannig er og öll
þekking á Guði þarfleg og alveg
óhjákvæmileg til þess að öðlast guð-
hræðslu, því að enginn getur í sann-
leika elskað, tilbiðið og óttast það,
sem hann þekkir ekki. Þess vegna
er það, að hinn eini góði Guð, sem
vill, að allir menn verði sælir og
játist sannleikanum. hefur ekki ein-
vörðungu ráðlagt oss, heldur einnig
boðið, að rannsaka skuli ritning-
arnar, því að þær eru það, sem
vitna um Hann og veita oss sanna
þekkingu á Honum. Þessum náðar-
samlegu ráðum og boðum Guðs
verður því betur framfylgt og eftir
þeim lifað, því meir sem Hann læt-
ur hina dyggu þjóna sína og ríkis-
stjómendur hér á jörðu, vora allra
mildustu konunga og valdsherra,
koma á fót ýmsum markverðum
stofnunum til þess að kenna æsku-
lýðnum Guðsorð, svo að hann megi
öðlast tímanlega og eilífa sælu.
Meðal þeirra helztu eru skólastofn-
anir til handa fátækum börnum.
Og þar sem vér höfum frétt, að
hinar ágætustu stofnanir þeirrar
tegundar hafi borið ríkulegan ávöxt
og af þeim orðið mikið gagn í lönd-
um og héruðum vors allra mildasta
erfðaherra og konungs, og það væri
hinn miskunnsamasti vilji hans kon-
uglegu hátignar, að slíkir barna-
skólar skyldu einnig settir á stofn
hér á íslandi, ef þess væri kostur,
þá gáfu hinir allra auðsveipnustu,
fátæku þjónar og prestar hans kon-
unglegu tignar í Vestmannaeyjum
oss ei þegar til kynna þennan vilja
og þessa mjög lofsamlegu fyrirætlan
hans hágöfgi.
Vér höfðum því eigi hugleitt ráð
og leiðir til að stofna þennan litla
barnaskóla í Vestmannaeyjum í
samræmi við hina mikilsverðu og
alvarlegu hvatningu og áminningu
frá vorum háu, andlegu yfirvöldum.
Enda þótt skólamál þetta væri í
fyrstu mjög erfitt viðfangs sökum
fátæktar fólksins og hinna bágu
kringumlstæðna þess, þá viar þó
lagður hornsteinn að stofnun þess-
ari árið 1745. Og þar sem reynslan
hefur sannað, að þessi starfsemi er
gerleg, þá var stofnunin endurbætt
árið 1750, eins og hjálagt skjal
mætti allra mildilegast leiða í ljós.
Þar sem nú þessi stofnun, eða
réttara sagt tilraun eða upphaf að
barnaskóla, hversu lítilmótlegur
sem hann annars er, hefur begar á