Blik - 01.04.1959, Side 70
68
B L I K
byrjunarstigi komið að miklum not-
um við að kenna upphafsatriði krist-
indómsins, þá ber manni að hugsa
ráð, ekki eingöngu til að halda hon-
um við, heldur og til að auka hann
og fullkomna, sem þó naumast er
að vænta, þar sem tilvera hans
byggist eingöngu á:
a) Samtökum núlifandi fólks og
loforðum, svo að hætta er á, að
stofnunin hætti starfi og hverfi gjör-
samlega, þegar stuðningsmaður
deyr, og maður kemur manns í
stað, sem ekki telur sér hagkvæmt
að styrkja stofnunina.
b) Ennþá hefur ekki fengizt dug-
legur og vel reyndur kristinfræði-
kennari. Þar hefur orðið að notast
við óskólagenginn en þó siðlátan
bónda, sem hvorki hefur haft nægan
tíma til þess verks sökum sinna
daglegu starfa né býr yfir nægri
þekkingu og hæfni ,sem til þessa
krefst.
I nafni Guðs gerumst vér því svo
djarfir í allri auðmýkt vorri, að
koma fram fyrir hin heilögu augu
yðar hátignar, ekki einvörðungu íil
þess að fá haldið við virðingu og
valdi þessararmjög svo nauðsynlegu
stofnunar, heldur einnig og auk þess
til að fullkomna hana og tryggja
framtíð hennar, sem er hin þegnleg-
asta og velmeinta hugmynd vor og
bón, svo að yðar hátign mætti allra
mildilegast þóknast að skipa svo
fyrir og bjóða, að hér í Vestmanna-
eyjum verði stofnaður barnaskóli
með eftirfarandi réttindum og skil-
yrðum, sem vér álítum með fyllstu
auðsveipni vera hin hagkvæmustu
og hentugustu Eyjabúum og bezt
sniðin eftir staðháttum þar:
1) Á hentugum stað í Vestmanna-
eyjum, sem prófasturinn skal velja
að ráði sóknarprestanna og um-
boðsmannsins og fá vald yfir, skal
byggja hús í samræmi við íands-
hætti og staðhætti í Vestmannaeyj-
um, sem síðan skal vera barnaskóla-
hús, og skulu allir íbúar Eyjanna
undantekningarlaust leggja sitt til í
andvirði byggingarinnar eftir efn-
um og ástæðum, og skulu þeir próf-
asturinn, prestarnir og umboðsmað-
urinn stjórna þessum framkvæmd-
um.
2) Starfsár þessa barnaskóla skal
að jafnaði vera frá 29. ágúst til jafn
lengdar næsta ár.
Skulu þá allar breytingar, sem ár
hvert geta átt sér stað, afráðnar, og
bætt úr óreglu, sem stundum getur
komið fyrir. Umboðsmanninum og
prestunum ber að hafa eftirlit með
því, að starfið í barnaskólanum fari
fram með siðsemi og reglusemi, svo
sem tök eru á. En skyldi eitthvað
það koma fyrir, sem þeir geta ekki
bætt úr, skal tilkynna það prófast-
inum eða biskupnum.
3) Skálholtsbiskup skal skipa
heiðvirðan stúdent, sem hann telur
hæfan og duglegan, til að vera
kristinfræðikennara og skólameist-
ara í Vestmannaeyjum. Þessi skóla-
meistari skal taka við embættinu
við upphaf skólaárs og þjóna því í
3 ár. Að þeim árum liðnum getur
hann sagt af sér embættinu. Skal
hann þá njóta forréttinda umfram
aðra óreynda stúdenta, sem burt-
skráðir eru frá Skálholtsskóla, og
heiðraður með betur launuðu emb-
ætti, ef hann æskir þess.
Óski skólameistari að hverfa frá
starfi sínu, skulu prestarnir í Vest-
mannaeyjum tilkynna það undir
eins biskupi, sem þá þegar skipar
annan í hans stað.
4) Hann skal ekki aðeins kenna
börnunum fræði Lúthers með hin-
um allra minnstu skýringum, sem
samþykktar eru og fyrirskipaðar
með þeim hætti og þeirri aðferð,
sem náðarsamlegast er boðið um
undirbúning kristindómsfræðslunn-
ar. Þar skal snemma byrja að læra
nauðsynlegar bænir og sálma eftir
því sem hægt er og án allrar van-
rækslu, og fara þar að ráðum og
boðum prestanna.
Samfara kristindómskennslunni
skal kenna bcrnunum snemma að
lesa á bók og áminna þau um guðs-
ótta og góða siði. Hvern dag skal