Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 72
70
B L I K
13) Umboðsmanninum í Vest-
mannaeyjum ber að sjá skólameist-
ara fyrir ódýru leiguherbergi, ef
hann óskar þess, eða gistingu á hent-
ugum stað. Þá skal hann framar
öðrum fá bújörð með venjulegu af-
gjaldi, ef hann krefst þess.
14) Samkvæmt þeim samningi,
sem gjörður var í Vestmannaeyjum
16. ágúst 1750, skal umboðmaðurinn
þar greiða skólameistara árlega 4
mörk. Sömu upphæð skal hann fá
frá hvorum presti og úr fátækra-
sjóði eða 4 mörk í peningum. Þá
skulu bjargálna foreldrar greiða
honum fyrir hvert barn sitt, sem
hann kennir, 4 mörk. Þar að auki
skal hann fá daglega einn meðal
fisk með sporði og haus af hverju
fiskiskipi, þegar það fær einn í hlut,
hvort sem það er á vertíð eða utan
hennar, heimaskip eða af landi.
Fiskinn skal afhenda honum undir-
eins. Einnig skal skólameistari fá
við vertíðarlok einn fisk af hverj-
um vertíðarhlut þar í Eyjum, og
skal það ganga jafnt yfir alla,
hverju nafni, sem hluturinn nefnist,
og hvernig sem hann er myndaður,
án undantekningar.
15) Veiti Guð svo ríkulega blessun
eitt ár eða annað, að tekjur skóla-
meistara fari fram úr 16 ríkisdölum
að verðgildi, skulu umboðsmaður-
inn og prestarnir geyma það í pen-
ingum, sem umfram er 16 ríkisdali
innsiglað þar til harðnar í ári, og af-
henda það þá aftur skólameistara
eftir þörfum hans og ástæðum, þeg-
ar þeir telja honum koma það bezt.
16) Umboðsmaðurinn og prest-
arnir skulu halda þar til gerða bók
yfir greiðslur þær, sem skólameist-
ari fær frá almenningi og hér Um
ræðir, hvort sem það er andvirði
fisks eða aðrar vörur, og einnig allt
annað, sem honum greiðist, svo sem
sektir, gjafir af frjálsum vilja, og
hverju nafni, sem það annars nefn-
ist .Þeir skulu halda sína bókina
hver, þar sem tekjur þessar færast,
og skal reikningur þessi gerast upp
og undirritast 29. ágúst ár hvert.
Þá skulu umræddir trúnaðarmenn
greiða skólameistara í síðasta lagi
kaup hans að fullu og réttlátlega.
17) (í bréfi biskups ber þessi
grein líka töluna 16, sem er ber-
sýnilega skakkt). Þegar kristin-
fræðikennarinn eða skólameistar-
inn hefur starfað í Vestmannaeyj-
um 3 ár, getur hann, ef hann æskir
þess, fengið lausn frá embætti. Svo
fremi sem prófasturinn gefur hon-
um góðan vitnisburð, og biskup
álítur hann þá nægilega duglegan,
má veita honum miðlungs presta-
kall, þegar það losnar, eins og
djáknum á klaustrunum, og enginn
maklegri sækir um það.
18) (17. grein hjá biskupi). Und-
ir eins og skólameistaraembættið í
Vestmannaeyjum losnar, hvort sem
það á sér stað við dauða kristin-
fræðikennarans eða á annan hátt,
skulu prestarnir tilkynna það bisk-
upi, sem skipar þá hið bráðasta ann-
an hæfan mann í embættið.*
Svo leið tíminn, og biskup beið
svars við hinu langa bréfi sínu.
Snemma vors árið eftir hafði
biskupi ekki enn borizt svar við
bréfinu.
Það vor, 27, apríl 1759, skrifar
hann prestunum í Vestmanna-
eyjum. Þar segir hann sér það
kært ,,að þið eruð ei barna-
skólastiftunar aldeilis afhuga.
Kannske Guð gefi einhver þægi-
leg tíðindi með skipumun“.
En þessi „þægilegu tíðindi"
til framdráttar og öryggis
fyrsta bamaskóla, sem stofnað-
ur var á íslandi, bámst aldrei,
hvorki biskupi eða prestunum.
* Samkv. bréfabók Finns biskups
Jónssonar í Biskupsskjalasafni A.
IV. 23, bls. 188—193.