Blik - 01.04.1959, Page 75
Vestmannaeyjakauptún
1876-1880
1 jan. 1958 barst bæjarstjór-
anum hér bréf frá Sigurgeiri
Sigurjónssyni, 'hæstaréttarlög-
manni í ReykjavíkÞað var svo-
hljóðandi:
Minjasafn Vestmannaeyja,
bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum,
Vestmannaeyjum.
Er ég var á ferð í Kaupmanna-
höfn fyrir nokkrum árum, rakst ég
á meðfylgjandi tréskurðarmynd
frá Vestmannaeyjum, en mynd
þessi er sennilega gefrð um s.t.
aldamót og hefi ég ekki séð hana
birta í bókum um Vestmannaeyjar.
Tel ég mynd þessa bezt geymda í
minjasafni Vestmannaeyja og
vænti þess að þér þiggið myndina
að gjöf.
Virðingarfyllst,
S. Sigurjónsson.
Þessi hugulsemi hæstaréttar-
lögmannsins mur. alveg sérstök.
Övandabundinn maður Vest-
mannaeyjum kaupir þessa mynd
erlendis, af því að honum finnst
bún svo sérstæð, ramm íslenzk
og staðbundin, og sendir hana
að gjöf Bvggðarsafni Vest-
mannaeyja. Fyrir þessa ein-
stæðu hugulsemi og þjóðlegan
áhuga þökkum við Sigurgeiri
Sigurjónss. innilega og óskum
honum alls góðs. Vissulega hef-
ir hann með þessu vinarbragði
sínu minnt okkur Eyjabúa á
það, hvaða skyldur okkur ber
jafnan að inna af hendi gagn-
vart íslenzkri menningu og vest-
mannaeyiskum arfleifðum lið-
inna tíma.
Þetta er í fyrsta sinn, sem
byggðarsafnið er nefnt minja-
safn. Kæmi mjög til álita, hvort
það væri einmitt ekki rétta naf n-
ið á það og mættum við gjarnan
heiðra Sigurgeir Sigurjónsson,
hæstaréttarlögmann, með því að
nota eftirleiðis þetta nafn á
safnið. Hann ætti þann heiður
vissulega skilið fyrir áhugann
og fórnarlundina.
Myndin er okkur vissulega
mikils virði, og mun hún nokkru
eldri en gefandinn hyggur.
Byggðarsafnsnefnd Vest-
mannaeyja fól Árna Árnasyni,
símritara, að leita fræðslu hjá
elzta fólki hér um myndina og
þau hús, er þar sjást. Á. Á. hef-