Blik - 01.04.1959, Síða 77
B L I K
75
ir afhent nefndinni svolátandi
skýringar við myndina:
Um aldur myndarinnar verður
ekki sagt með vissu en talinn lík-
legur vera um 80 ár, máske gerð
1876 til 80. Auðsjáanlega gerð eftir
tréskurðarmynd og stuðzt við þá-
tíma staðreyndir, en að nokkru leyti
hugmynd um útlit.
Sennilegustu skýringar myndar-
innar:
Fremst á myndinni „Værtshúsið"
ásamt útihúsum fyrir norðan það.
Lengst til hægri hjallar og krær.
Hóllinn mun eiga að vera „Sjónar-
hóll“. Yfir Værtshúsið ber Július-
haab með fána. Salthúsið snýr norð-
ur og suður, yfir Frydendal. Þá
lýsishúsið, snýr austur og vestur.
Nyrzt er bræðsluhúsið.
Við vesturgafl Værtshússins: Ný-
borg, byggð 1876, einn gluggi á
stafni, kvistbygging mót norðri og
suðri. Rétt sunnan við Nýborgar-
húsið er Nýborgarsmiðjan, byggð
sunnan og vestan við Nýborgarhól-
inn. í beinni stefnu suður af smiðj-
unni og lengst til vinstri á mynd-
inni er Nýborgarhjallurinn, sem
stóð syðst í Nýborgarlóðinni.
Á hæðinni, sem ber yfir Nýborg-
arsmiðju, er hjallur, sem þeir áttu
Gísli Stefánsson og Jón Ingimund-
arson, Mandal. Þar vestur af og
sunnan vegarins er Fögruvallahj all-
urinn. Hann átti síðast Sigurður
Vigfússon á Fögruvöllum.
Húsin með fjórum stöfum mót
suðri eru Fögruvellir. Framan við
þá og rétt austan við sér Litlabæ.
Litla húsið á hæðinni norðan
Litlabæjar er útihús frá Sjólyst
eða Litlabæ (eilítill ljóri á stafni
gegnt suðri). Húsið Sjólyst ber yfir
útihúsið, sér á gaflinn og suðurþekj-
una. Yfir Litlabæ ber stafninn á
Landlyst, sér á einn stafnglugga
mót austri. Stendur lægra en t. d.
Sjólyst og Fögruvellir, enda vestar.
Yfir Fögruvelli ber Landakot.
Stóru húsin tvö lengst til vinstri,
kvistbygging mót austri, annað með
tveim strompum, standa nyrzt í
Nýjatúni, eru óþekkt. Gæti verið um
hugmyndasmíð að ræða, hugsað frá
veru Englendinga hér á fyrri tímum,
en þá áttu þeir miklar byggingar á
þessum slóðum. Enginn minnist
þessara tveggja stórbygginga á
þessu svæði.
Myndin gæti verið gerð af Gísla
Brynjólfssyni, lækni í Kaupmanna-
höfn, syni séra Brynjólfs Jónssonar.
Þ. Þ. V.
Byggingarkostnaður Gagn-
fræðaskólans
Byggingarkostn. alls
31. des. 1957 ..... kr. 3.563.763.03
Byggingarkostnaður
1958 .............— 326.551.17
Byggingarkostn. alls
31. des. 1958 ..... . kr. 3 890.314.20
Framlag ríkissj. til
31. des. 1957 ..... kr. 1.340.073.00
Framl. ríkissj. 1958 — 151.000.00
Framlag alls. kr. 1.491.073.00
Helmingur bygging-
arkostn til 31. des.
1958 .............. kr. 1.945.157.10
Framlag ríkissj. til
31. des 1958 ......— 1.491.073.00
Ríkissj. á því ógr. kr. 454.084.10
Húsgögn og áhöld ekki talin hér
með. Varið var til húsgagnakaupa
á árinu 1958 kr. 51.484.90.
Vestmannaeyjum 31. jan. 1959.
Þorsteinn Þ. Viglundsson.
MISPRENTUN
í Bliki 1958, bls. 25, hafði föður-
nafn Ingibjargar Möllers misprent-
azt. Hún var Þorvarðardóttir en
ekki Þorvaldsdóttir eins og prentazt
hafði.