Blik - 01.04.1959, Side 78
Kennaraþingið í Björgvin 1957
Vestlandske lærarstemna
Ég vona, að enginn lesandi
Bliks telji mér það til fordildar,
þó að ég á þessum tímamótum á
lífsleiðinni biðji ritið að geyma
fyrir mig nokkur orð eða stutt-
ar minningar um einn glæsileg-
asta dag í lífi mínu, er ég var
kvaddur til að kynna land mitt,
sögu þess og menningu á fjöl-
mennu kennaraþingi í Björgvin
haustið 1957.
Þessi kennarasamtök, sem
hér um ræðir, heita nú Vest-
landske lærarstemna. Áður hétu
þau Stiftslærermöte for Berg-
ensstift. Samtökin eru raunar
samband félaga barnaskóla- og
framhaldsskólakennara á svæð-
inu norðan úr Fjörðum og suð-
ur á Rogaland með Björgvin að
miðstöð og máttarstoð.
Þing kennarasambandsins,
sem venjulega er haldið annað
hvort ár, sitja að öllum jafnaði
á 2. þúsund manns.
Sú venja hefir ríkt á flestum
þingum sambandsins, að ráðinn
hefir verið útlendingur til að
flytja þar fyrirlestur um skóla-
starf í landi sínu. Flestir útlendu
fyrirlesararnir hafa verið Danir
eða Svíar vegna hinna nánu
menningartengsla milli þessara
þjóða og Norðmanna, sem skilja
mál þeirra sem sitt eigið.
Árið 1955 var breytt til. Þá
flutti Englendingur fyrirlestur
á kennaraþinginu. Var þá notað-
ur túlkur.
Árið 1957 var svo Islendingur
kvaddur til að kynna land sitt
og sögu.
Þingið stóð tvo daga, og var
fyrri dagur þess í rauninni helg-
aður heimilinu, samstarfi þess,
skóla og kirkju. Hafði þess-
vegna mörgum foreldrafélögum
verið boðið að hvetja foreldra til
að sækja þingið.
Kennaraþingið hófst föstu-
daginn 27. sept. kl. 10 um morg-
uninn með guðsþjónustu í Ny-
kyrkja í Björgvin, hinu glæsileg-
asta guðshúsi. Ragnvald Indre-
bö, biskup í Björgvin, prédik-
aði.
Kl. 11,30 var svo þingið sett
í Konsertpaleet í Björgvin, ein-
um stærsta og glæsilegasta sam-
komusal bæjarins.
Rolv R. Skre, skólastjóri á
Stend, sem verið hafði formaður
kennarasambandsins undanfar-
in 10 ár, setti þingið.