Blik - 01.04.1959, Síða 79
B L I K
77
Fyrst var minnzt Hákonar
konungs VII., sem þá lá á lík-
börunum. Síðan flutti formaður
sambandsins, Rolv R. Skre,
mjög athyglisvert ávarp. Hann
ræddi þar m. a. um þann þátt
starfsins í skólunum, sem til
þessa hefir þokað fyrir ítroðsl-
unni, þ. e. hið eiginlega uppeld-
is- og siðbótarstarf. Hinn reyndi
og mæti skólamaður fullyrti, að
hið svokallaða frjálsa uppeldi
hefði verið í hávegum haft í
Noregi eftir styrjöldina. Nú
hefði norska þjóðin hlotið dýr-
keypta reynslu af því. Bömin
og unglingana yrði að aga.
Æskulýðurinn skyldi leiddur
traustri hendi og honum vísuð
sú leiðin, sem liggur fram til
hamingju og blessunar honum
sjálfum og þjóðfélaginu. Þessa
leiðsögn taldi formaður, að
norskir skólar og norsk heimili
hefðu vanrækt um of hin síðari
árin og sæi þess glögg merki í
norska þjóðfélaginu.
„Margt er líkt með skyldum,“
hugsaði Islendingurinn. Mundu
ekki þessi orð einnig vera orð í
tíma töluð hér heima?
Nú flutti norsk menntakona,
Dr. phil. Elisiv Steen, fyrirlest-
ur, sem hún nefndi „Dikterne
og hjemmet" (Skáldin og heim-
ilið). Frúin talaði af víðsýni,
lærdómi og djúphyggni.
Að fyrirlestrinum loknum
heimsótti þingheimur mjög f jöl-
breytta sýningu á skólavörum
(bókum, áhöldum og vélum) í
Börshöllinni í Björgvin. Að sýn-
ingu þessari stóðu margar
skólavöruverzlanir og önnur
fyrirtæki í borginni. Hún var í
alla staði hin fróðlegasta og á-
nægjulegasta.
Um kvöldið efndi stjórn kenn-
arasambandsins til veglegrar
veizlu þinggestum og fleirum.
Daginn eftir, 28. sept., var svo
„Islandsdagurinn í Björgvin“,
eins og kunningi minn orðaði
það. Þingfundur hófst um morg-
uninn kl. 9 í Konsertpaleet með
aðalfundarstörfum. Þá var
stjórn kennarasambandsins kos-
in. Síðan flutti ég fyrirlestur
minn og talaði norskt landsmál.
Efni hans var fræðslumál þjóð-
arinnar og menning að fornu og
nýju. Hann tók á annan klukku-
tíma. Fyrst flutti ég þinginu
kveðjur og árnaðaróskir frá
menntamálaráðherra, Dr. Gylfa
Þ. Gíslasyni, og fræðslumála-
stjóra, Helga Elíassyni. Þeim
var tekið með miklum fögnuði
og innileik.
Að fyrirlestrinum loknum
dreifðist þingheimur í ýmsar
vistarverur hinnar miklu skóla-
byggingar, Nygárdsskule. Þar
fóru fram hinir svo kölluðu
„grubbetímar“, sem eru í því
fólgnir, að ýmsir skólamenn,
sem til þess eru ráðnir, veita þar
margvíslega fræðslu um
kennsluaðferðir og skólamál.
Einnig svara þeir spurningum,