Blik - 01.04.1959, Side 83
B L I K
81
Stjórn Vestlandske lærarstemna
Mig langar til að kynna lesend-
um Bliks með fáeinum orðum þessa
norsku skólamenn og vini okkar,
sem eru um svo margt forustumenn
í menningarmálum í sveitum sínum
og héruðum, aðdáendur íslenzkrar
sögu og menningar og dyggir vinir
íslenzku þjóðarinnar og má’svars-
menn. Vegna hinna mörgu skóla-
manna hérlendis ,er sjá Blik að
þessu sinni, er ekki ófróðlegt að
kynna að nokkru námsferil þeirra
og framaleiðir.
Fremri röð frá vinstri:
1. Frú Borghild Dale Orheim, lekt-
or og umsjónarmaður við Pihlskól-
ann í Björgvin. Faðir hennar var
kennari og gistihússeigandi. Frú
Orheim hefur lokið háskólaprófi í
Osló í stærðfræði og náttúruvísind-
um. Frúin er formaður í félagi
kennara (lektora) við æðri skóla í
Björgvin. Hún er gift Oddi lektor
Orheim við Katedralskólann
(menntaskóli) i borginni. Þau hjón
eiga 3 börn.
2. Frú Randi Lillebergen, kennari
við Fridalen skóla í Björgvin. Hún
^ MYNDIN ER AF STJÓRN
VESTLANDSKE LÆRAR-
STEMNA 1957.
Fremri röð frá vinstri: FRÚ BORGHILD
DALE ORHEIM, lektor. FRÚ RANDI
LILLEBERGEN, kennari. (Þ. Þ. V.).
ROLV R. SKRE, skólastjóri. FRÚ EVA
BÖRNES, kennari.
Aftari röð frá vinstri: GUSTAV HAN-
TVEIT, fræðslumálastjóri. TORKJELL
NATERSTAD, kennari. DAG ÖIVIND
HAFSTAD, yfirkennari. GERHARD J.
LILLETVEDT, smíðakenari. BIRGER
GRÖSVIK kennari. OSKAR NESSE,
námsstjóri. JOHAN LYSLO, kennari.
er fædd 2. sept. 1921 í Tönsberg.
Lauk stúdentsprófi 1941, prófi við
Kennaraskólann í Elverum 1944.
Einnig hefur hún lokið prófum við
Statens kvinnelige industriskule
(kvennaskóla ríkisins í .handíðum).
Frúin hefur verið kennari bæði í
Austur- og Vestur-Noregi, og íBjörg-
vin síðan 1951. Hún er varaformað-
ur í kennslukvennafélagi Björgvinj-
ar. Gift er hún Arne kennara Lille-
bergen og eiga þau 2 börn.
4. Rolv R. Skre, skólastjóri barna-
skólans að Stend, er fæddur 1. nóv.
1898. Þessi norski skólamaður á
sérstæða sögu í frelsisbaráttu
norsku þjóðarinnar á styrjaldarár-
unum. Hann var foringi nokkurra
hundraða Norðmanna, sem háðu
harða baráttu við nazistavaldið í
Noregi. Flokkur Rolvs R. Skre hafð-
ist við í fjöllunum sunnan vert við
Sognsæ og vann þaðan Þjóðverjum
allt það ógagn, er hann mátti. Tvo
af bræðrum Rolvs R. Skre tóku
þýzku nazistarnir af lífi. Annan
skutu þeir, hinn hálshjuggu þeir.
Rolv R. Skre hefur skrifað bók um
baráttu þessara Norðmanna við
þýzku nazistana.
Rolv R. Skre, skólastjóri, var for-
maður Vestlandske lærarstemna í
10 ár, 1947—1957, en baðst undan
endurkosningu. Hann hefur um
margra ára skeið verið forustumað-
ur í ýmsum félags- og menningar-
málum, svo sem bindindismálum,
kirkjumálum, kennarasamtökum o.
fl. Rolv R. Skre, skólastjóri, er bóndi
og jarðræktarmaður öðrum þræði
Þá er hann einnig rithöfundur. Hef-
ur m. a. skrifað norska kirkjusögu.
Hann er heitur þjóðernissinni og
landsmáismaður.
Kennarasamtökin Vestlandske
lærarstemna hafa nú kjörið Rolv
R. Skre, skólastjóra, heiðursfélaga
sinn fyrir ósérplægni og ötula for