Blik - 01.04.1959, Page 85
B L I K
83
4. Gerhard J. Lilletvedt, húsa-
meistari og smíðakennari. Hann er
fæddur 19. júlí 1895 í Úrangsvogi é
Brimnesi á Suður-Hörðalandi. Hann
er kennari við Bergens höyare al-
menskole og Lærlingeskolen. Meist-
araprófi í handíðum og smíðum lauk
hann við Bergens tekniske fagskole
og Statens handverk- og industri-
skole. Gerhard J. Lilletvedt er for-
maður í félagssamtökum verknáms-
kennara í Björgvin og Hörðalandi.
Kona hans heitir Anna Hjartöy, og
eiga þau eitt barn.
5. Birger Grösvik, kennari við
Barnaskólann á Skildi í Fana á
Hörðalandi. Hann er fæddur 3.
ágúst 1921 á Storð, kennarasonur
þaðan. Prófi lauk hann við Kenn-
araskólann á Storð 1944 og stúdents-
prófi 1947, og þá einnig íþróttakenn-
araprófi við íþróttaskóla norska rík-
isins. Kennaraprófi 1 ensku 1948 og
verzlunarskólaprófi 1955. Birger
Grösvik hefur verið starfandi kenn-
ari í Fanahéraði síðan 1944 og notið
opinbers styrks til að kynna sér
dönsk skóla- og fræðslumál. Birger
Grösvík hefur verið ritari og gjald-
keri kennarasamtaka þeirra, er
standa að Vestlandske lærarstemna
síðan 1955. Kona Birgers Grösvik er
kennari og heitir Gjertrud Oppedal.
Þau hjón eiga tvö börn.
6. Oskar Nesse, námsstjóri í Lær-
dal, Sogni og Fjörðum. Hann er
fæddur 19. okt. 1897 í Sogni, léns-
mannssonur þaðan. Lauk prófi við
Kennaraskólann á Storð 1918. Var
kennari bæði í Austur- og Vestur-
Noregi áður en hann gerðist náms-
stjóri. Söngstjóri hefur hann einnig
verið í Haugekirkju í Sogni yfir 30
ár. Formaður ýmissa kennarasam-
taka og málsvari stéttarinnar í
stjórnum og á þingum. Forustu-
maður í ungmennafélögum og bind-
indismálum. Kona Oskars Nesse
heitir Dorthea Kvigne, og eiga þau
8 börn.
7. Johan Lyslo, kennari og kirkju-
söngstjóri í Innvík í Nordfjord.
Hann er fæddur 3. júní 1896 þar í
sveitinni. Lauk prófi við Kennara-
skólann í Volda á Suðurmæri 1917
og stúdentsprófi 1922. Var kennari
við ýmsa skóla í Vestur-Noregi á
árunum 1917—1930, en það ár sett-
ist hann að í fæðingarsveit sinni og
hefur starfað þar síðan. Kona Jo-
hans Lyslo heitir Kjellfrid Sydness
og eiga þau 5 börn.
★
Rétt er að geta þess, að norskar
stúlkur hljóta eftimöfn manna
sinna, um leið og þær giftast.
f>. Þ. V.