Blik - 01.04.1959, Page 86
Ludvig Jerdal.
S.l. ár, 15. des., bar óvenju-
legan gest að garði Gagnfræða-
skólans. Norskur blaðamaður
og Islandsvinur lagði þann dag
leið sína „yfir sundið“ til þess
að heimsækja gamla vini sína í
Eyjum, undirritaðan og konu
hans. Ludvig Jerdal heitir hann
og er blaðamaður við dagblaðið
„Dagen“ í Björgvin. Við kynnt-
umst þessum ágæta vini ís-
lenzku þjóðarinnar veturinn
1951—1952, er ég starfaði fyrir
Norden í Osló, sem er samband
norrænu fél. í Noregi. Þann
vetur var Ludvig Jerdal for-
maður Vestmannalaget í Björg-
vin. Markmið þess félags er m.
a. að auka kynni Norðmanna og
Islendinga og efla andlegt sam-
band þessara nánu frændþjóða.
Okkur hjónum er það minnis-
stæðast, hve við þann vetur hitt-
um marga einlæga og trygga
vini íslenzku þjóðarinnar með
Norðmönnum, dáendur íslenzks
Qóðan gest
ber að garði
móðurmáls, sögu og fornbók-
mennta, aðdáendur ómengaðrar
íslenzkrar menningar. Einn
þessara Norðmanna er Ludvig
Jerdal. Koma hans hingað var
okkur þess vegna mikið ánægju-
efni, ekki sízt er við sannfrétt-
um, að Alþingi hefði veitt hon-
um persónulega nokkra f járupp-
hæð til íslandsferðar án þess að
hann hefði um það sótt. Jafn-
framt heiðraði Flugfélag Is-
lands þennan Norðmann með
því að flytja hann ókeypis yfir
Atlantsálana til Islands. Það
mun ekki í fyrsta sinn, sem
flugfélögin íslenzku neyta að-
stöðu sinnar í þágu íslenzkrar
menningar og þakka þannig með
höfðingslund og gestrisni góð-
um erlendum velgerðarmönnum
íslenzku þjóðarinnar.
Þetta var í þriðja sinn, er
Ludvig Jerdal heimsótti Is-
land. Hann hefur verið einn af
forustumönnum þeirra samtaka
í Noregi, sem beita sér fyrir
aukinni skógrækt á landi okkar
og fórna því starfi bæði fé, tíma
og starfskröftum.
Að þessu sinni dvaldist Lud-