Blik - 01.04.1959, Side 87
B L I K
85
vig Jerdal hér á landi hálfan
mánuð. Hann átti tal við ýmsa
forustumenn þjóðarinnar í
stjórnmálum, félagsmálum og
öðrum menningarmálum. Hann
kynnti sér rækilega landhelgis-
deiluna við Breta, hið íslenzka
sjónarmið, og tók sér einn dag
far með flugvél strandgæzlunn-
ar á eftirlitsferð. Þá var heið-
skír dagur og skammdegissólin
merlaði hafflötinn og gyllti
snæviþakkta fjallatindana og
ströndina .„Slík undrafegurð
verður maður að sjá með eigin
augum til þess að trúa,“ sagði
Jerdal vinum sínum í Noregi.
Ludvig Jerdal hefur stundað
blaðamennsku í 25 ár, lengst af
í Björgvin, en einnig í Krist-
jánssandi, Harðangri og Ósló.
Hann er einlægur og heitur
þjóðernismaður og talar næsta
óvenjulega hreina og fágaða
norsku (landsmál). Hann skilur
íslenzku mæta vel.
Íslendingum er mun auðveld-
ara að læra norskt landsmál en
dönsku. Þess vegna er það sann-
færing mín, að við íslendingar
eigum að taka upp norsku í
framhaldsskólunum okkar, en
láta dönskuna eiga sig. Með því
ynnist þetta m. a.: Islenzki ung-
lingurinn næði fyrr og betur
valdi á einu Norðurlandamáli
með því að leggja stund á
norskunám en dönsku, og á mun
styttri tíma. Með sæmilega góðri
kunnáttu í norsku er íslenzka
unglingnum opin leið að andleg-
um samskiptum í mæltu máli
og bókmenntum við 10-11 millj-
ónir Norðurlandabúa, með því
að Svíar telja sig skilja betur
norskt landsmál en dönsku.
Þetta hefi ég sjálfur reynt og
þetta hafa Svíar fullyrt í mín
eyru. Þetta vinabragð við Norð-
menn að kenna mál þeirra í ís-
lenzkum framhaldsskólum
mundi efla með þeim almenna
trú á það, að takast megi að
endurreisa norskt mál í öllum
byggðum og borgum Noregs og
hnekkja þar dönskum menning-
aráhrifum. Þannig yrðum við
Islendingar Norðmönnum mátt-
arstoð í þjóðernismálunum. Sú
sæmd yrði okkur mikilsverð.
Góð kunnátta íslenzka ung-
lingsins í norsku lokar hann á
engan hátt úti frá dönskum bók-
menntum, en mundi geta orðið
honum hvatning til þess að
nema danskt mál af sjálfsdáð-
um.
Engin þjóð hefur á seinni ár-
um auðsýnt okkur Islendingum
einlægari og fórnfúsari vinar-
hug en Norðmenn. Við höfum
vissulega ekki efni á að mæta
þeim kenndum, sem þar búa að
baki, með íslenzku tómlæti. Þess
vegna gladdi það mig mjög per-
sónulega, þegar ég frétti atbeina
Alþingis um tilkomu Ludvigs
Jerdals hingað til lands á sl.
vetri.
Þ. Þ. V.