Blik - 01.04.1959, Síða 89
B L I K
87
keðju, sem nú liggur sem skraut-
festi með brún eyjarinnar.
Keðjustigi þessi lá af efsta stalli
í 24 m lofti að brún eyjarþekj-
unnar. Er talið, að vegagerð
Hreggviðs hafi kostað um kr.
1000,00.
Séra Jes A. Gíslason hefur
skráð hjá sér frá því 1910,
hversu Eldey var nytjuð, enda
einn þeirra, sem tóku eyna á
leigu. Á tímabilinu 1910 til 1938
er farið í 21 skipti í eyna. Þar
af er farið úr Eyjum 18 sinnum.
1 eitt þessara skipta er bæði
farið úr Höfnum og Eyjum.
Áhugi Suðurnesjamanna á afla
úr Eldey mun aðallega hafa ver-
ið bundinn við öflim matfanga
til loðdýrabúa, sem þá voru víða
starfrækt. Munu eigendur bú-
anna frekar hafa óskað að fá
fullorðna súlu, því að ungamir
reyndust of feitir.
Vestmannaeyingar öfluðu
súlu til manneldis og drápu því
eigi ófullgerða súluunga, og
sjaldan sást á Heimaey fullorðin
súla í súluungakös úr Úteyj-
mn.
Aðsókn í Eldey 1937, þegar
bæði var farið úr Höfnum (4.—
5. sept) og úr Eyjum fáum dög-
um síðar, sýnir glögglega mat
þessara tveggja byggða á afl-
anum, því að aðeins voru þar
2 skerlingar fyrir, er Eyjamenn
komu upp á eyna, en venjulega
voru rúmlega 1000 skerlingar
eftir, er Eyjamenn höfðu aðsótt.
Þorsteinn Einarsson, ipróttafulltrúi, höf-
undur greinarinnar um Eldeyjarförina
1939, var kennari við Gagnfrœðaskólann
i Vestmannaeyjum drin 1934—1941, alls 7
ár. Siðan hefir Þorsteinn Einarsson sýnt
og sannað á margvíslegan hátt tryggð
sína og hlýjan velvildarhug til skólans
og starfs hans, og þakka ég það hér með
innilega. Þ. Þ. V.
Rústeruð súla vegur um 2 kg,
og 1938 var fullgerður súluungi
seldur í Eyjum á kr. 5,00.
Von í 15 til 20 þús. kr. afla
var 1939 ekki svo lítið tælandi.
Því var það, að nokkrir Eyja-
skeggjar ákváðu sín á milli að
afla sér leyfis til Eldeyjarfarar
og grípa fyrsta leiði síðast í
ágúst til aðsóknarinnar. Fært í
Eldey er talið í norðlægri átt,
eða logni og ládeyðu, því að
steðjinn er slæmur og varasam-
ur austan í Flánni, sem er smá
tangi norðaustur úr eynni.
Þann 25. ágúst virtist vera