Blik - 01.04.1959, Side 94
92
B L I K
samkvæmt því hefðu 7 til 8
þúsund ungar átt að hafa alizt
upp úr eggi það sumar í Eldey.
Árið eftir gerðu Englending-
ar leiðangur í Eldey til þess
að telja súlubyggðina. Fyrir
þeim leiðangri stóð H. G. Vev-
ers, sem nú er dýrafræðingur
við dýragarðinn í London. Til
uppgöngu á eyna réði hann
mann úr höfnum, Gísla Guð-
mundsson. Taldist honum 8700
hreiður uppi. För Gísla varð hin
síðasta upp á Eldey. Tíu árum
síðar, er klífa skyldi Eldey, lá
keðjan upp við brún, en ókleift
24 m loft af efsta stalli.
Skeyti þeirra Suðurnesja-
manna varð til þess, að stjórn
Dýraverndunarfél. Islands á-
samt Magnúsi Björnssyni
starfsmanni á Náttúrugripa-
safninu í Reykjavík, fékk því til
leiðar komið, að samþykkt voru
á Alþingi 1940 lög um friðun
Eldeyjar (lög nr. 27/1940).
Samkvæmt lögum um náttúru-
vernd frá 1956 verður Eldey
friðland, er náttúruverndarráð
ríkisins hefur birt úrskurð um
friðlýsingu eyjarinnar. Eldey
verður þar með fyrsta friðland
þjóðarinnar.
Hvað sem líður gildi friðlýs-
ingar Eldeyjar, þá var forsend-
an að henni byggð á rangri
vitneskju um gamlar fugla-
tekjuvenjur atorkusamra veiði-
manna úr Vestmannaeyjum, og
að þeir hrepptu óveður, sem tor-
veldaði þeim að umgangast vel
fuglanytjar Eldeyjar, eins og
gamall siður er í Vestmanna-
eyjum. Þ- F-
MYNDIRNAR TIL HÆGRI tók Jónas Sigurðsson frá Skuld árið 1916. Þœr eru
frá súlnaveiðum i Eldey. — Efsta myndin: Súluunginn sleginn. — Mið-myndin: Setið
að snœðingi uppi á Eldey. Frá vinstri: 1. Þórarinn Thorlacius Magnússon, Hvammi.
2. Asbjörn Þórðarson, Brekastig. 3. Pálmi Ingimundarson, Götu. 4. Stefán Valdason,
Sandgerði. 5. Kristinn Friðriksson, I.átrutn. 6. Óskar Valdason, Sandgerði. 7. Benóný
Friðriksson, Gröf, og fyrir framan hann: 8. Ásmundur Steinsson, Ingólfshvoli. —
Neðsta myndin var tekin á gömlu beejarbryggjunni, þegar komið var að landi með
súluunkann. Frá vinstri: 1. Björgvin Jónsson, Garðsstfíðum. 2. Ingibergur Gislason,
Sandfelli. 3. Guðjón Jónsson, Sandfelli, fararstjóri „Eldeyjarmanna" þá. 4. Stefán
Björnsson, Skuld, skipstjóri á v.b. Mugg, VE 322, sem farið var á þessa Eldeyjarför.
3. Guðmundur Einarsson, Málmey, bátsmaður. 6. Jónas Sigurðsson, Skuld, foringi
göngumanna. 7. Benóný Friðriksson, göngum. 8. Þórður Ólafsson, Snœfelli, bátsmaður.
9. Óskar Valdason, göngum. 10. Pálmi Ingimundarson, göngum. 11. Þórarinn Torla-
cius, göngum. 12. Ásbjörn Þórðarson, göngum. 13. Kristinn Friðriksson, göngum. 14.
Þorkell Þórðarson, Sandprýði, bátsmaður. 15. Valdimar Árnason, Vallanesi (síðar i
Sigtúni), bátsmaður.