Blik - 01.04.1959, Page 98
96
B L I K
trauður, þótt bandlaus væri,
og skeikaði hvergi. Á fláanum
við rætur bergsins var nú staldr-
að við og biðið fallaskiptanna.
— Síðan hófst björgunin. Vél-
báturinn hclt sig svo nærri
steðjanum sem vogað var. Jón
vélstjóri gætti hans og dældi
olíu í sjóinn. Annar endi kaðals-
ins var bundinn um bergkoll á
fláanum, og skyldi kaðallinn
þannig vera til öryggis og stuðn-
ings bjargveiðimönnunum fram
á steðjann.
Björgunarstarfið á skjökt-
bátnum önnuðust þessir menn:
Árni J. Johnsen, sem var for-
ingi fararinnar og stjórnaði
björguninni; Guðmundur skip-
stjóri; Ragnar stýrimaður;
Guðlaugur; Guðjón og Ágúst.
Bátsmenn ræddu mjög um
það, hvort ekki væri fífldirfska
að reyna að nálgast bergið og
gera tilraun til að bjarga mönn-
unum, svo óskaplegt sem brim-
ið var orðið og steðjinn áveðurs.
Það gat hæglega leitt af sér
dauða þeirra allra, þar sem von-
laust var að bjarga bjargveiði-
mönnunum, ef árabátnum
hvolfdi við steðjann.
Loks afréðu bátsmenn að
taka á sig sundbelti og freista
björgunarinnar. Árni J. John-
sen afréð þó að vera beltislaus.
Hann treysti á sundmátt sinn
og kunnáttu, ef illa tækist til.
Fjórir mannanna voru undir ár-
um. Stafni skjöktbátsins var
Guðmundur skipstjóri Vigfússon, (sjd
Blik 1958, bls. 35).
snúið að berginu. Þar hafði
Árni látið setja haug af súlum,
sem mönnunum var ætlað að
stökkva á ofan af steðjanum.
Guðmundur skipstjóri stóð í
skut og hellti olíu í sjóinn .
Sogin við steðjann voru ógur-
leg svo að munaði fleiri mann-
hæðum.
Loks kom lag. Þá þutu bjarg-
veiðimennirnir fram á steðjann
og báturinn lagði að.
Á því andartaki, er báturinn
nam staðar á öldutoppnum við
steðjann, hlupu fjórir bjarg-
véiðimannanna niður í súlna-
bynginn í skutnum. Þeim var
borgið.
Nú kom til mála, hvort allir
skyldu þegar teknir í bátinn,
heldur beðið annars lags og
J