Blik - 01.04.1959, Side 104
102
B L I K
tveir menn að ganga. næst bjarg-
brúnum (Flugum) og austast á
Haugunum og safna Lamba-
skorur með. Tvær Kirkjubæja-
jarðir söfnuðu suður frá Mó-
húsa- og Kirkjubæjatúngörð-
um að Axlarsteini, Kvíalág og
Há-Haugana. Þeir urðu sam-
ferða hinum tveim og söfnuðu
þessir fjórir menn, vestur að
Litlu-Fellum suður að Selbrekk-
rnn, um Sæf jall að norðan og Sæ-
f jallshálsa upp að Háubúrum og
svo þaðan út í Kinn.
Tvær Kirkjubæjajarðir söfn-
uðu Sæf jall að neðan og sunnan
og aðrar tvær Litlhöfða ásamt
Kervíkurfjalli og Landsstakks-
tónum. Þessir menn voru óháðir
hinum og fóru af stað að heim-
an nokkru á undan hinum og
beinustu leið suðureftir. Þeir
áttu svo að mætast með sín söfn
í Lyngfellisdal og reka svo
saman norður í Kinn. Var þá
það fé, sem þeir höfðu, kallað
einu nafni ,,Litlhöfðasafn“.
Ekki var það í föstum skorð-
um, hvaða Kirkjubæjajarðir
önnuðust þessa söfnun, því að
hún var erfið og ekki hættu-
laus. Það fór því eftir mannafla
á bæjum og hvernig var lagt til
í safn hvert sinn.
Næstir Kirkjubæjamönmun
voru Prestshús, tvær jarðir og
eystri Oddsstaðir. Söfnuðu þeir
suður frá Oddsstaðatúngörðum
að Búastaðalág, austur að Axl-
arsteini og Litlufell ásamt
Helgafelli að austan og ,,upp á
milli Fella.“ Þaðan suður í Sæ-
fjalls-kinn milli Selbrekkna og
Djúpadals.
Vestri Oddsstaðir og Búa-
staðir, tvær jarðir, söfnuðu suð-
ur frá Búastaða- og Ólafshúsa-
túngörðum um Gerðis-Bússu og
að Gerðis-túngörðum, upp
Gönguskörð að Prestasteini,
Helgafell að vestan og Helga-
fellsdal, vestur að Dalagötu og
túngörðum, um Hrafnakletta,
suður Djúpadal, að Ömpustekkj-
um og út í Kinn.
Fólk frá öllum þessum jörð-
um, sem cg hefi nú upptalið að
Litlhöfða og Sæfjallsmönnum
frátöldum, fór oftast jafnt af
stað og fylgdist svo að suður í
Kinn. Það fé, sem það safnaði,
var kallað Haugasafn,
Oft varð að bíða í Kinninni
með Haugasafnið eftir Litl-
höfða og Stórhöfðasöfnunum,
því að þau voru ávallt rekin sam-
an niðureftir og þá kölluð einu
nafni Utansafn, eftir að allt féð
kom saman. (Oftast var tekið
þannig til orða hér áður fyrr að
fara „út í Stórhöfða", ,,út í
Brimurð" o. s. frv.).
Stórhöfða söfnuðu 5 Elliða-
eyjarjarðir, þ.e. jarðir, sem áttu
nytjar í Elliðaey. Fyrir ofan
hraun voru það Norðurgarður,
tvær jarðir, Þórlaugargerði,
2 jarðir, og Steinsstaðir. Áttu
þeir menn einnig að safna því
fé, er var í fjöru, þ. e. í Klauf,